Skíðafantar beestu brekkurnar í Blikdal 4. mars ’17

Næskomandi laugardag er spáin fantagóð!
Hæg austlæg átt frost nokkuð og úrkoma engin skv. veðurgerðinni á holtinu.

Ath. breytt plan: Stefni á Blikdal Esju sem virðist pakkfullur af snjó. 

Botnssúlur eru með tilkomu mestu fjallasvæðum SV-lands.
Uppeldisstöð fjallamanna fyrr á tímum en nú oftar vettvangur fjallaskíðafólks enda brekkurnar skemmtilegar og aðkoman og útsýnið fallegt.

Ferðaáætlun:

Kl. 09.00 – Brottför frá N1-Ártúni (akstur 25 km/30 mín)

Kl. 9.30-16.30 – Upp og niður upp og niður!

Kl. 17.00 – Áætluð koma til borgarinnar í allra síðasta lagi

Veðurspá:

Textaspá fyrir laugardaginn er svohljóðandi:

“Hægt vaxandi austanátt, 8-15 m/s síðdegis, hvassast allra syðst. Dálítil él við suður- og austurströndina, annars bjartviðri. Dregur úr frosti. “

Ég mun fylgjast með sérhverri breytingu og láta vita á fésbókarsíðu hópsins þegar nær dregur.

Skráning og verð:

Skráningarfrestur til kl. 16 3. mars – Smelltu hér til að skrá þig!

6.900 kr. – Fyrir Skíðafanta Fjallaskólans (Örugg greiðsla á vef Kortaþjónustunnar)

10.900 kr. – Fyrir utanaðkomandi (Örugg greiðsla á vef Kortaþjónustunnar)

Einnig má greiða með því að leggja inn á reikning Fjallaskólans / Lágfóta ehf. kt. 461014-1000 / r.nr. 0133 – 26 – 10253 

Fatnaðar og útbúnaðarlisti Sex…ý!:

 • Hlýr og skjólgóður fatnaður til útivistar að vetrarlagi
 • Húfa og önnur til vara
 • Skíðahanskar en einnig er ráðlagt að vera líka með ullarvettlinga og utanyfirvettlinga
 • Gott nesti og jafnvel heitt á brúsa (upplagt að sameinast um heitann drykk)
 • Létt úlpa (dúnn eða fíber) til að bregða yfir sig í stoppum sem oftast eru þó stutt 😉

Munið Sex ý!

 • Skíðaskór
 • Skíði
 • Skinn
 • Stafir
 • Skófla
 • Snjóflóðastöng
 • …Ýlir með nýjum rafhlöðum eða að minnsta kosti 60% eftir
 • Skíðabroddar æskilegir en ekki nauðsynlegir.
 • Myndavél – rafhlaða og minniskort!
 • Bakpoki sem rúmar hafurtaskið!

Hlakka til að sjá ykkur sem flest.