Skarðsheiði endilöng 22. apríl

… það skildi þó aldrei hafast 22. apríl næstkomandi?

 Skarðsheiði endilöng hefur verið á dagskrá Útivera svo árum skiptir … en einhvern vegin aldrei orðið að veruleika. Þetta er glæsileg tindaferð með útsýni til allra átta eins og ekkert hafi verið til sparað. Hér er um langa og eftir aðstæðum erfiða ferð að ræða eða yfir 20 km og 1400 m hækkun … já sæll!
Ef veður leyfir er markmiðið að ganga frá austri til vesturs af Draghálsi og yfir á Skarðshyrnu með viðkomu á 6-8 tindum. Í upphafi og lok ferðar bætast við smá forfæringar með bíla og því rétt að taka daginn snemma. Ath. 10 þátttakendur á leiðsögumann.

Veðurspá og veðurútlit:

Textaspá fyrir Faxaflóa er svohljóðandi:

“Vestlæg eða breytileg átt, yfirleitt hæg. Skýjað með köflum og lítilsháttar él. Norðaustan 3-8 og snjókoma syðst seint annað kvöld. Hiti 1 til 5 stig að deginum.”
Spá gerð: 21.04.2017 08:36. Gildir til: 23.04.2017 00:00.

Ég geri ráð fyrir léttskýjuðu fram undir hádegi en að þá muni þykkna upp.
Við og við má svo búast við élja bökkum. 
En vindur verður hægur og í bakið 😉

Ferðaáætlun:

 • Kl. 07.00 – Brottför frá N1-Ártúni (akstur 65 mín)
 • Kl. 8.15-18.30 – Tindatrítl og lögboðin nestisstopp
 • Kl. 20.00 – Koma til borgarinnar í síðasta lagi (Kannski náum við á barinn á bakaleiðinni til að fagna vel unnu dagsverki … en fyrst er að ganga þetta … þetta gengur sig ekki sjálft!

Fatnaðar og útbúnaðarlisti:

 • Ísöxi (hægt að leigja við skráningu)
 • Broddar (Ath. EKKI keðjur=hálkubroddar) (hægt að leigja við skráningu)
 • Gönguskór með góðum öklastuðningi og vatnsvörn.
 • Vind- og vatnsheldur skjólfatnaður jakki og buxur (Gore-Tex eða sambærilegt)
 • Nærfatnaður (ull eða gerviefni) … líka nærbuxur!
 • Hlý millilög (ull eða gerviefni)
 • Göngubuxur
 • Létt úlpa til að smeygja yfir sig í stoppum (dúnn eða fíber)
 • Húfa og/eða lambhúshetta
 • Hanskar og ullarvettlingar
 • Myndavél – rafhlaða og minniskort!
 • Gott nesti
 • Vökvi / jafnvel heitt á brúsa
 • Göngustafir fyrir þá sem vilja
 • Legghlífar (fer eftir snjóalögum)
 • Bakpoki sem rúmar allt góssið

Sameinumst í bíla á N1 Ártúni:

 • R.vík – Efra-Skarð 45 mín / 54 km og síðan Efra-Skarð – Dragháls 18 mín / 17 km
 • Samtals 140 km => Farþegar deila eldsneytis og gangnakostnaði 4.500 kr.
 • Fólksbílar nægja í þetta verkefni

Skráning og greiðsla:

Vinsamlega skráið ykkur í ferðina hér

 • Verð 8.900 kr. fyrir skráðar Útiverur
 • Verð 11.900 fyrir utanaðkomandi

Vinsamlega skráið ykkur hér en greiðsla staðfestir þátttöku.

Hægt er að leggja inn á reikning Lágfóta ehf. 0133 – 26 – 10253 kt. 461014-1000 eða

greiða með með greiðslukorti á vef Korta ehf.