Norður af Eyjafjallajökli … allt að tvisvar!

Norður úr gíg Eyjafjallajökuls og allt niður á aura Markarfljóts fellur Gígjökull og skefur berggrunnin af veikum mætti. Allt umhverfi Gígjökuls er snarbratt og hrikalegt og flestar lækjarsprænur sem eiga sér upptök hátt í hlíðum fjallsins enda í frjálsu falli áður en þær samlagast Markarfljótinu stóra. 

Fljótt á litið virðist þessi hlíð jökulsins heldur óárennileg en ef nánar er að gáð má koma auga á “veikleika” sem við getum nýtt okkur!

Sunnudaginn 9. apríl 

ætla Skíðafantar Fjallaskólans að renna sér niður eina allra flottustu brekku sem suðurlandið hefur upp á að bjóða. Við munum fá skutl upp Hamragarðaheiði að vestanverðu en renna okkur niður í fallegu og flóknu landslagi norður af jöklinum. Ef færið er gott endurtökum við leikin og tökum annað rennsli. 

Aðstæður fyrir tæpri viku 

Síðastliðin föstudag (31.3’17) fór undirritaður ásamt Helga Geirharðs í könnunarferð. Færið þá var eins og best verður á kosið og hægt að renna úr 1550 metrum niður í 250 metra en þaðan var þægileg 30 mínútna ganga með skíðin á bakinu niður á veg.  Nánari lýsing á leiðinni er neðst á þessari síðu.

Ferðaáætlun:

07.00 – Brottför á slaginu frá Olís Norðlingaholti
09.00 – Brottför á jökul frá tjaldstæðinu Hamragörðum (við Seljalandsfoss) Jeppi / vélsleði?
10.45 – Goðasteinn … prepp og skíðað niður – Fyrri ferðin
12.00 – Komin niður á láglendið 
12.30 – Komin í bíl … einn baukur á kerfið og málið er dautt!
15.00 – Komin aftur upp á topp 😉 Seinni ferðin
17.00 – Komin niður í bíl
17.45 – Pizza og Apré ski á Hvolsvelli …
21.00 – Ættum að vera komin til borgarinnar rjóð og sæl

Verð og skráning:

26.900 kr.* – Fyrir allt að Tvær ferðir norður af Eyjafjallajökli og akstur frá…
29.900 kr.* – Fullt verð fyrir utanaðkomandi

  • Hamragörðum upp á jökul – fyrri ferðin 
  • Gígjökli upp á jökul – seinni ferðin
  • Gígjökli að Hamragörðum 

*Ath. að akstur á jöklinum fer að einhverju leiti eftir snjóalögum / færð og vera má að hluta leiðarinnar þurfi að skinna upp.

Skráning fer fram hér – Skráningu þarf að vera lokið fyrir klukkan 12 á föstudag.

Veðurspá:

Frá og með miðvikudeginum 5. apríl lítur út fyrir að eittvað muni bæta við snjóalög á jöklinum.
Sumar spár sjá allt að meters þykk snjóalög 😉
Á sunnudaginn er gert ráð fyrir hægri norðlægri átt, bjartviðri en köldu.

Útbúnaðarlisti:

  • Skíðafatnaður þ.m.t. húfa/hjálmur, hanskar/vettlingar
  • Snjóflóðaýlir með nýjum batteríum (a.m.k. 60 % eftir af rafhlöðum)
  • Snjóflóðastöng (hægt að leigja / merkja við í skráningarskjalinu)
  • Skófla (hægt að leigja / merkja við í skráningarskjalinu)
  • Jöklabelti (hægt að leigja / merkja við í skráningarskjalinu)
  • Sólgleraugu og skíðagleraugu 
  • Sólarvörn
  • Skíði með fjallaskíðabindingum
  • Skinn (sem hafa verið sniðin fyrir skíðin)
  • Fjallaskíðaskór
  • Stafir 
  • Skiða”strapp” (-ól)
  • Bakpoki sem rúmar aukafatnað og hægt er að festa skíðin á
  • Nesti og drykkir til dagsins

Akstur austur að jökli:

Sameinumst í einkabíla frá Olís Norðlingaholti kl. 07.00
Akstur 350 km => 8.400 kr. sem farþegar (ef 2 eða fleiri) deila á milli sín. 
Annars hafa menn þetta eins og þeir vilja 😉

Skráning í ferðina fer fram hér

Hlakka til að sjá sem flesta

Jón Gauti og Helgi Geirharðs