Kálfstindar austan Þingvalla

Ká … laugardaginn 15. október

“Bú, Bo Á
Skja, Ti, Hra, Ká”

Þennan rándýra kveðskap, vísu, þulu, fyrri part eða bara stemmu þuldi karl faðir minn ávallt með þegar ekið var austur í ættaróðalið á Þingvöllum. Þetta gerði hann reyndar um leið og fjallahringur Þingvallavatns kom í ljós efst á Mosfellsheiði.
Og þarna var hann kominn fjallahringurinn Þingvallavatns (lausnin er neðst)
Og Ká’ið er einmitt verkefni Útivera um næstu helgi.

Skammt norður af Lyngdalsheiði, sem aðskilur Þingvelli og Laugarvatn, gengur lágreystur fjallsrani Reyðarbarmur (Stóri Reyðarbarmur 505 m) en norðan hans eru hærri og tilkomumeiri fjöll sem nefnast einu nafni Kálfstindar.
Á korti eru Kálfstindar merktir 824 m. Fyrirhuguð gönguleið er 10 – 12 km.

VEÐURSPÁ:

Dásemdarspá fyrir laugardaginn. Spáð er hægri norðaustlægri átt, björtu og þurru og hitastigi í kringum 5°C.

FERÐAÁÆTLUN:

 • 8.00 – Brottför frá N1-Ártúni – ökum um Þingvelli að Barmaskarði sem er á gömlu leiðinni yfir Lyngdalsheiði
 • 9.30 – Ganga
 • 16.00 – Áætluð koma í bíla í síðasta lagi
 • 17.30 – Áætluð heimkoma til borgarinnar í síðasta lagi.

AKSTUR:

 • 130 km (65 km hvora leið)
 • 02:00 klst. (60 mín hvora leið)
 • => 3.500 kr. bensínkostnaður sem farþegar deila.

GÖNGULEIÐIN:

 • 10-12 km
 • Hækkun c.a. 650 metrar
 • Undirlag mólendi og skriður … brattar á köflum

ÚTBÚNAÐUR OG NESTI:

 • Hlýr og skjólgóður fatnaður þ.m.t. húfa, vettlingar, utanyfirvettlingar, legghlífar og úlpa (dúnn eða fíber)
 • Bragðgott og orkuríkt nesti og heitt á brúsa.

VERÐ:

 • Fjallgangan er í verðflokki 1 skv. Fjalladagskrá Útivera
 • 5.400 kr. (með vsk) fyrir Útiverur Fjallaskólans – greiðist með innlögn á reikning samhliða skráningu.
 • Verð fyrir utanaðkomandi (hjartanlega velkomnir!) 6.900 kr.

Skráning í ferðina fyrir kl. 12 föstudaginn 14. október:
Skráning fer fram hér og telst aðeins gild þegar greitt hefur verið fyrir ferðina.

Hægt er að leggja inn á reikning Lágfótu/Fjallaskólans (kt. 461014-1000) Reikningsnúmer: 0133-26-010253 eða
greiða með VISA korti á greiðslugátt Kortaþjónustunnar.

Hlakka til að sjá sem flesta á þessum dýrðarlaugardegi.
Fjallakveðja
Jón Gauti

rfell, Botnssúlur, Ármannsfell
Skjaldbreiður, Tindaskagi, Hrafnabjörg, lfstindar