Ísklifur í Sólheimajökli laugardaginn 28. mars

Ísklifur / -námskeið í Sólheimajökli laugardaginn 28. mars.

Ísklifur í 5:30 klst. svo allir ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Hámarksfjöldi á leiðsögumann er fjórir en lágmarksfjöldi er tveir.

Í grófum dráttum:

  • Brottför frá Reykjavík laugardaginn 28. mars kl. 8
  • Á jökli frá kl. 10.30 – 16.00
  • Áætluð koma til Reykjavíkur kl. 18.30

Verð:

  • 32.900 kr. – verð með akstri frá Reykjavík
  • 27.900 kr. – Verð án aksturs:

Fjallaskólinn sér um:

  • Akstur, leiðsögn og kennslu, sérhæfðann einstaklings útbúnað (klifurbrodda, klifuraxir, hjálm og belti), fjarskiptatæki, neyðarskýli, sjúkrabúnað, línur, tryggingar og annan sérhæfðann nauðsynlegan útbúnað.

Þú sérð um:

  • Hlýjan og skjólgóðan fatnað, fjallgönguskó með stífum sóla (hægt að leygja!) og áræðni til að stíga e.t.v. aðeins út fyrir rammann.

Skráning og greiðsla

Einfaldast er að skrá sig hér og nú og hætta að velta þessu fyrir sér 😉

Skráning telst aðeins gild þegar búið er að greiða ferðina að fullu með því að leggja inn á reikning Lágfótu ehf. / Fjallaskólans nr.: 0133-26-010253 (Kt. 461014-1000).

Veðurspá fyrir laugardaginn:

Veðurspá á laugardaginn gerir ráð fyrir hægum vestlægum áttum, vægu frosti og einhverjum éljum.

Nánar um ísklifur:

Dagur á jökli þar sem farið verður í grunnatriði ísklifurs.  Mikil áhersla er lögð á öryggisatriðin og að velja viðfangsefni (bratta) sem hæfir getur þátttakenda svo upplifunin verði sem ánægjulegust. Hvað sem öllum hugmyndum um ísklifur líður þá er ísklifur fyrst og fremst tæknileg íþrótt þótt góður styrkur komi sjaldnast að sök! Mikil áhersla er lögð á grunnatriði ísklifurtækninnar en einnig á ferli klifurs og uppsetningu trygginga svo nokkuð sé nefnt.
Mikilvægasta atriði ísklifurs eins og raunar allra fjallgangna er þó að koma heil heim og þess vegna er mikil áhersla lögð á að tryggja öryggi þátttakenda og að innprenta þeim öryggi í brattlendi.

Áhugasamir geta haft samband við Jón Gauta í síma 7877090