Handan Öræfajökuls – Fjallaskíðaferðalag með meiru

Fallegir tindar úr alfaraleið 

Ferðin hefst við austurjaðar Breiðárlóns á Breiðamerkursandi hvaðan við sniglumst norðan Breiðamerkurfjalls og Heljargnípu í átt að Þuríðartindi (1741 m) fallegum og fáförnum enda langt úr alfaraleið. Frá Þuríðartindi tökum við stefnuna á tignarlega tinda Hrútsfjalls og reynum okkur við þann nyrsta og hæsta (1857 m). Þaðan liggur leiðin niður jökulsporð Skaftafellsjökuls   

Þetta er í allt um 36 km löng leið þar af um 19 km upp í móti og 17 niður í móti.

Í stuttu máli:

 • A.m.k. þriggja daga ferð í Öræfasveit
 • Mjög langur ferðadagur á fjöllum 36 km u.þ.b. 15-18 klst. 
 • Erfiðleikastig 5/5
 • Tvær nætur í Öræfum (fyrir og eftir) 
 • Leggjum upp eldsnemma morguns … sumir myndu segja “miðja nótt”!
 • Ferðaplön ráðast af besta veðurdeginum dagana 11.-14. maí
 • Áhersla á léttan útbúnað (þ.e. göngueiginleika frekar en skíðaeiginleika) 

Ferðaáætlun:

Fim/Fös 11/12. maí

 • Brottför upp úr hádegi og miðað við að vera komnir austur í Öræfi kl. 18
 • Kvöldmatur, frágangur og snemma í rúmmið!

Fös/Lau 12/13. maí – Veljum þann dag sem lítur betur út

 • Kl. 02.00 – Brottför frá gististað 
 • Kl. 03.00 – Skinnum af stað frá bíl
 • Kl. 19.00 – Reikna með að koma til byggða við Hafrafell

Lau/Sun 13-14. maí – Náum í bíla við Breiðárlón og höldum heim á leið. 

 • Ekkert stress 😉 Stefnum samt að því að koma til borgarinnar vel fyrir kl. 18

Aðstæður í Öræfum 

Undirritaður verður fyrir austan í lok apríl og tekur þá stöðuna á aðstæðum. 
Mánudaginn 8. maí ættu síðan fyrstu vísbendingar um veðurlag helgarinnar að liggja fyrir … og þar með að skýrast hvaða ferðadagur verður fyrir valinu.

Verð og skráning:

54.900 kr. Fyrir Skíðafanta 

64.900 kr. – Fullt verð fyrir utanaðkomandi … fanta

Innifalið í verði: Leiðsögn og svefnpokagisting í tvær nætur á Svínafelli

Skráning fer fram hér – Greiðsla staðfestir skráningu.
Vinsamlega skráið ykkur fyrir klukkan 12 föstudaginn 28. apríl.

Einkabíll eða rúta?:

Ef skráning verður góð – þ.e. tíu eða fleiri fantar – kemur vel til greina að leigja bíl.
Áætlað verð er um 16.000 kr. á mann sem myndi bætast við. 
Í skráningarskjalinu vil ég biðja ykkur að skrá hvort það kæmi til greina að ykkar mati. 

Útbúnaðarlisti:

Fatnaður fyrir langan dag:

 • Ullarnærföt
 • Vatns og vindheld skel (buxur og jakki)
 • Húfa og buff
 • Hanskar og einnig ullarvettlingar og vindheld skel
 • Nýjir góðir sokkar 
 • Sólgleraugu og skíðagleraugu 
 • Sólarvörn

Skíðabúnaður:

 • Snjóflóðaýlir (ath. að rafhlöður séu nýlegar >60%)
 • Snjóflóðastöng
 • Skófla 
 • Skíði með léttum fjallaskíðabindingum
 • Skinn (sniðin á skíðin)
 • Fjallaskíðaskór (tilgengnir!)
 • Skíðabroddar (mun meira öryggi í bratta) 
 • Jöklabroddar sem passa á skóna (algerlega nauðsynlegt!) – Hægt að leigja við skráningu
 • Jöklabelti – Hægt að leigja við skráningu
 • Skíðastafir með stórri kringlu
 • Skíða”strapp” – Ól til að festa skíðin saman

Annað:

 • Bakpoki sem rúmar allt dótið og hægt er að spenna skíðin á
 • Sára/blöðruútbúnaður
 • Auka nærbolur
 • Auka sokkar 

Skráning í ferð Skíðafanta í Öræfasveit 12-14. maí 
Skráningarfrestur til kl. 12 föstudaginn 28. apríl

Hlakka til að sjá sem flesta