Hafratindur í Dalasýslu

“Þar sem nokkrir dalir koma saman … þar eru fjöll!” … eða þannig.

Laugardaginn 4. júní næstkomandi stefna Útiverur á Hafratind (923 m).

Í janúar árið 2013 hringdi undirritaður á skrifstofu Dalabyggðar til að forvitnast um hvert væri “bæjarfjall” Dalabyggðar.
Erindinu var vel tekið en fátt um svör. Nokkrum dögum/vikum síðar birtist þessi frétt á vef Dalabyggðar.

Næstkomandi laugardag er skruggu góð spá til fjallaferða en jafn ömurlegt að hanga heima!

Ég er búin að útbúa fyrir okkur leið frá Sælingsdal í suðri yfir Hafratind og niður að bænum Ytri – Fagradal á Skarðsströnd.´
Leiðin er um 17 km og hækkun um 900 metrar og logandi óvissa við hvert fótmál.
E.t.v. þarf að vaða eitthvað og því væri ekki úr vegi að taka létta vaðskó með.

Verð fyrir leiðsögnina 5.900 kr. (með vsk.)

Verð fyrir akstur (rútu) bætist við og greiðist á staðnum – hafið því með yður skotsilfur!

Skráning í ferðina fer fram hér

Ferðaáætlun:

Myndin er fengin að láni af vef Ytri - Fagradals á Skarðsströnd í Dalasýslu.

Myndin er fengin að láni af vef Ytri – Fagradals á Skarðsströnd í Dalasýslu.

  • Kl. 7.30 – Brottför frá N1-Ártúni á … langferðabifreið!
  • Kl. 9.45 – brottför frá Sælingsdal
  • Kl. 16.30 – Áætluð koma að Ytri-Fagradal á Skarðsströnd
  • Kl. 17.30 – Áætluð koma að Sælingsdal
  • Kl. 19.30 – Áætluð koma til borgarinnar (fyrir þá sem vilja fara beint í bæinn)
  • Annars grill og kósí á tjaldstæðinu við Laugar í Sælingsdal.

Sælingsdalur er í tveggja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Sumir gætu kosið að aka norður að kveldi 3. júní og gista á Laugum (í tjaldi eða gistingu á Eddu hóteli sem bíður upp á góð kjör með allt að 25% afslætti)

Skráning í ferðina fer fram hér.