Hafnarfjall (844 m) í hring

Langþráður vetur í kortunum

Næskomandi laugardag stefnir í vetur til fjalla.
Af veðurþáttaspá Veðurgerðarinnar að dæma má búast við vægu frosti og svolítilli úrkomu í formi snævar. Eitthvað mun hlýna þegar líður á daginn. Mestu munar þó um að vindur verður líklega hægur þótt ekki beri líkönum alveg saman.

Ég stefni hefðbundna leið á þessa fornu megineldstöð sem var virk fyrir um 4 milljón árum, upp svonefndan Klausturtunguhól (Sjá kort já.is) og þaðan eftir hryggnum á Gildalshnúk en svo niður hefðbundna leið.

Athugið:

Auk hefðbundins útivistarútbúnaðar þurfa allir skráðir að vera með alvöru brodda (ekki bara keðjur eða hálkuvarnir) og ísöxi. Ennfremur er mikilvægt að viðkomandi hafi gengið á broddum áður og best ef viðkomandi hefur farið á grunnnámskeið í Vetrarfjallamennsku (eitt slíkt verður haldið 22. janúar næstkomandi … nánar um það síðar.

Verð m. vsk: 

5.400 kr. fyrir Útiverur
6.900 kr. fyrir utanaðkomandi – Utanaðkomandi þurfa jafnframt að skrá sig í ferðina hér.

Hægt er að smella á tengilinn (verðið) og greiða með greiðslukorti á vef Korta eða leggja inn á reikning Lágfóta ehf. kt. 461014-1000 R.nr. 0133 – 26 – 10253 – Greiðsla jafngildir skráningu!

Ferðaáætlun:

 • Kl. 08.30 – Brottför frá N1-Ártúni (akstur 60 mín)
 • Kl. 10.00-16.00 – Ganga og nestisstopp
 • Kl. 18.00 – Koma til borgarinnar í síðasta lagi (kaffistopp á bakaleiðinni)

Fatnaðar og útbúnaðarlisti:

 • Ísöxi (hægt að leigja við skráningu)
 • Broddar (Ath. EKKI keðjur=hálkubroddar) (hægt að leigja við skráningu)
 • Gönguskór með góðum öklastuðningi og vatnsvörn.
 • Vind- og vatnsheldur skjólfatnaður jakki og buxur (Gore-Tex eða sambærilegt)
 • Nærfatnaður (ull eða gerviefni) … líka nærbuxur!
 • Hlý millilög (ull eða gerviefni)
 • Göngubuxur
 • Létt úlpa til að smeygja yfir sig í stoppum (dúnn eða fíber)
 • Húfa og/eða lambhúshetta
 • Hanskar og vettlingar
 • Myndavél – rafhlaða og minniskort!
 • Gott nesti … já sennilega verður stoppað !
 • Vökvi / heitt á brúsa.
 • Göngustafir fyrir þá sem vilja
 • Legghlífar!
 • Bakpoki sem rúmar hafurtaskið!

Sameinumst í bíla á N1 Ártúni:

 • Farþegar deila eldsneytis og gangnakostnaði 4.000 kr.
 • Fólksbílar nægja í þetta verkefni