17. JANÚAR HENGIL

LAUGARDAGINN 17. JANÚAR HALDA ÚTIVERUR FJALLASKÓLANS Á HENGIL

Til að byrja með:

Næstkomandi laugardag hefst fjallgönguævintýri Útivera.
Brýnt er að allar Útiverur og aðrir sem ætla í ferðina skrái sig á meðfylgjandi skráningarsíðu og greiði fyrir með því að leggja inn á reikning Fjallaskólans (Lágfótu ehf.).


 Hér finnur þú upplýsingar um:

verð – skráningu – ferðaáætlun – aksturslýsing – veðurspá og aðstæður – útbúnað – samkeyrslu – um leiðina – kort


Verð:

Fjallganga á Hengil er í verðflokki 1 skv. Fjalladagskrá Útivera

 • Verð: 4.400 kr. fyrir Útiverur Fjallaskólans. (Vertu Útivera og skráðu þig hér og nú!)
 • Utanaðkomandi eru velkomnir í ferðina en greiða fyrir fullt verð 6.900 kr.

Skráning í ferðina:

Mikilvægt er að allir sem ætla í ferðina skrái sig hér og greiði staðfestingargjöld með því að leggja inn á reikning Fjallaskólans (Lágfóta ehf).

Skráning telst aðeins gild þegar greitt hefur verið að fullu fyrir ferðina.
Reikningsnúmer: 0133 – 26 – 010253
Kennitala: 461014-1000
Vinsamlega setjið nafn ykkar/þátttakanda í skýringartexta.


Ferðaáætlun:

 • Brottför: kl. 8.30 frá N1-Ártúni (sjá aksturslýsingu neðar)
 • Heildarvegalengd: 12-14 km
 • Hækkun: um 600 m
 • Áætlaður göngutími:  6-7 klst.
 • Aksturstími (fram og til baka): 60 mín
 • Áætluð heimkoma: 18.00

Aksturslýsing:

Ekið eftir Suðurlandsvegi og beygt inn að Hellisheiðarvirkjun.
Ekið fram hjá henni og inn að Kolviðarhóli eins og færð leyfir.


Veðurspá og aðstæður:

Allt útlit er fyrir frábæran dag á fjöllum víða um land næstkomandi laugardag.
Veðurspá (útg. 13.1 kl.06) gerir ráð fyrir mjög hægum vindi (1-2m/s) en talsverðu frosti og vonandi björtu og fallegu veðri. En það sem betra er … næstu daga er engin eða sáralítil úrkoma í kortunum (SV-lands) sem þýðir að snjóalög í Hengli munu styrkjast og verða örugg sem hentar okkur göngufólki vel.
Ég mun fylgjast veæ með veðurspá fram að brottför og tilkynna um veigamiklar breytingar.


Nauðsynlegur útbúnaður þátttakenda:

 • Góðir skór, gott að vera með stífan sóla
 • Hlýr og vindheldur fatnaður þ.m.t. húfa og vettlingar
 • Að auki hlý úlpa til að bregða yfir sig í stoppum
 • Ísöxi – hægt að leigja (sjá neðar)
 • Broddar – hægt að leigja (sjá neðar)
 • Legghlífar
 • Skíðagleraugu
 • Gott nesti og heitt á bras

Fyllum bílana … af Útiverum!:

Kl. 8.30 – Brottför frá N1 – Ártúni – þar sem við sameinumst í bíla.
Tillaga: Að farþegar greiði ökumanni 500 kr. fyrir farið!


Leiga á útbúnaði:

Everest Skeifunni
Íslenskir Fjallaleiðsögumenn
og fleiri …

Endilega hafið samband við undirritaðann ef óskað er ráðlegginga um kaup á útbúnaði.


Um svæðið:

Fyrrum hæsta fjall Hengilsins – Nesjaskyggnir 767 m
Hengill er stærsta eldstöðvakerfi Reykjaness. Hengill hristist mikið en hefur lítið látið á sér kræla eftir að ísöld lauk. Þó hafa verið þar nokkur gos á nútíma,  síðast fyrir meira en 2000 árum. Flestir leggja leið sína á Skeggja/Vörðuskeggja í Hengli. Litlu austar stendur Nesjaskyggnir sem fyrrum er talið hafa staðið hæst allra fjalla Hengils en hefur látið undan vegna sigs i öskju eldstöðvarinnar.

Gönguleiðin í grófum dráttum: Kolviðarhóll-Sleggjubeinsdalur-Innstidalur-Nesjaskyggnir-(Skeggi)-Húsmúli-Kolviðarhóll

Teiknuð mynd af fyrirhugaðri gönguleið (13.3 km)

Hlakka til að sjá ykkur tímanlega fyrir brottför kl. 8.30 á N1-Ártúni næstkomandi laugardag

Fjallakveðja
Jón Gauti
e. jongauti@fjallaskolinn.is
s. 7877090
w. www.fjallaskolinn.is