Fjallganga – Dagmálafjall (977 m)

Dagmálafjall (977 m) stendur rétt neðan við jökulrönd í austanverðum Eyjafjallajökli. Fjallið, sem er víst goshryggur, og rís allhátt yfir nánasta umhverfi sitt. Af þeim sökum sést það vel frá Merkurbæjunum austan við fjallið og hefur að öllum líkindum þjónað Runólfi goða á Dal (Stóradal) sem eyktarmark (líklega dagmál … en við komumst að því 😉 Gangan hefst við Syðstu Mörk og stefnan að ganga aðra leið niður ss. í hring c.a. 14 km og um 850 m. hækkun. 
Af toppinum blasa við útsýni til margra jökla en einnig út til Eyja og víðar. 


Ferðaáætlun:
Kl. 07.30 – Brottför frá N1-Ártúni
Kl. 9.30-16.30 – Fjallgangan á Dagmálafjall (u.þ.b. 14 km – 900 m hækkun => 7 klst.)
19.00 – Áætluð koma til borgarinnar í síðasta lagi.

Mögulega tökum við langferðabifreið! Þá gætum við t.d. fengið okkur pizzu á Hvolsvelli á heimleiðinni … eða eitthvað fínna 😉  … endilega látið ósk ykkar í ljós þar sem ég spyr út í það í skráningarskjali ferðarinnar! 


Verð og skráning:

Fullt verð 6.900 kr. – greiða með korti
Verð 5.400 kr. fyrir Útiverur með gilda skráningu. – greiða með korti

Einnig hægt að greiða með millifærslu:
R.nr. 0133-26-10253
kt.: 461014-1000

Skráning fer fram hér


Útbúnaður:

  • Hlýr og skjólgóður fatnaður
  • Hlýjir og góðir skór. 
  • Auka úlpa (dúnn / fíber) fyrir stoppin
  • Skíðagleraugu
  • Legghlífar (væntanlega einhver snjór)
  • Auka húfa/buff og auka léttir vettlingar  
  • Heitt á brúsa og gott nesti fyrir langan dag
  • Broddar (hægt að leigja)
  • Ísöxi (hægt að leigja)

Akstur:

Hvort sem úr verður einkabíll eða langferðarbifreið (c.a. 3000 kr.).
Mælst er til þess að fólk sameinist í bíla eins og hægt er
280 km fram og til baka => 7.500 kr. sem farþegar skipta á milli sín.


Pizza á heimleiðinni?

Mögulegt er að stoppa í mat og drykk á Hvolsvelli eða annars staðar á heimleiðinni.   
Það verður skoðað í samhengi við ferðamátann?

Skráning hér