Brynhildur Ólafsdóttir

Tóm gleði og hamingja. Brosti hringinn allan tímann. Maður kemur aldrei að tómum kofanum hjá Jóni Gauta. Hann er frábær kennari, faglegur út í ystu fingurgóma og það sem meira er, afar þolinmóður og alveg laus við það yfirlæti sem stundum einkennir þá sem mestu reynsluna hafa 🙂 Ég mæli heilshugar með þessu námskeiði fyrir alla, bæði byrjendur og lengra komna. Þetta er út að leika eins og það gerist best.