Þriggja daga bakpokaferðanámskeið á Snæfellsnesi

 

Dagana 23. – 25. júní næstkomandi verður fyrra ferðanámskeið sumarsins. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vilja pakka meiru í poka sína og halda dýpra inn í óbyggðirnar. Námskeiðið verður haldið á Snæfellsnesi. .

Áætlun í grófum dráttum:
23. júní (fös) Kl. 9.00 – Brottför úr borginni (2 klst.) – 9 km + 350 m hækkun / 5 klst. ganga
24. júní (lau) 9 km + 200 m hækkun / 4 klst. ganga + útdúrdúrar
25. júní (sun) 15 km + 400 m hækkun / 8 klst. ganga + 2 tíma akstur til borgarinnar
 
Verð (sjá innifalið neðar):
Fullt verð: 65.000 kr.
Útiveruverð: 54.000 kr. 
 
Lágmarksfjöldi þátttakenda er 8
 
Innifalið:
 • Leiðsögn 
 • Kennsla í ferðatækni
 • Matur 
 • Prímus og gas
 • Pottar og annað nauðs. í matseld

Ekki innifalið:

 • Akstur til og frá upphafs og endastað
 • Sérhæfðu útbúnaður s.s. tjald, svefnpoki, dýna og stærri bakpoki en sumt af þessu má leigja.
Þátttakendur koma með: 
 • Góðan útivistarfatnað og vatnshelda gönguskó
 • Tjald – (mögulega hægt að leigja)
 • Svefnpoki (mögulega hægt að leigja)
 • Einangrunardýna (mögulega hægt að leigja)
 • Persónulegt hreinlæti / sjúkra dót
 • Vaðskó (mest litlar sprænur)
 • Diskur, drykkjarmál og hnífapör
 • Bakpoki 50-70 lítra til að bera þetta allt.
 • Eitt og annað smálegt

Ýtarlegri búnaðarlisti og ferðaáætlun verður send út á skráða þátttakendur.