JÖKLALEIÐSÖGN 1 – FAGNÁMSKEIÐ

Næstu námskeið:

 • 10. maí – 13. maí – 3 sæti laus
 • 11. apríl – 14. apríl- Fullbókað lokið!
 • 4. apríl – 7. apríl – Fullbókað lokið!
 • 29. mars – 1. apríl – Fullbókað lokið!

Fagnámskeiðið Jöklaleiðsögn 1 er grunnnámskeið fyrir þá sem hyggjast starfa við leiðsögn á íslenskum skriðjöklum.

Efni námskeiðsins byggir á stöðlum Félags Fjallaleiðsögumanna (FF) á Íslandi (Asccociation of Icelandic Mountainguides – AIMG).

Í stuttu máli:

 • Námskeiðið er fjórir dagar / 40 tímar
 • Kennsla fer fram innanhús og á jökli
 • Grunnnámskeið fyrir þá sem stefna á leiðsögn á harðís skriðjökla (neðan snælínu)
 • Hlutfall þátttakanda á leiðsögumann er 6:1
 • Hámarksfjöldi 12, lágmarksfjöldi 4

Réttindi

Þeir sem standast kröfur námskeiðsins öðlast rétt til að starfa á jökli undir beinni og óbeinni leiðsögn jöklaleiðsögumanns / Fjallaleiðsögumans.

Ekki er óeðlilegt að þeim nemendum, sem hafa góðan grunn í fjallamennsku, sýna gott vald á þeim aðferðum sem kynntar eru á námskeiðinu, framúrskarandi hæfileika eða hraðar framfarir, sé ráðlagt að taka sveinspróf Jöklaleiðsögn 2 fljótlega, t.d. eftir aðeins sumarlangt starf á jökli.

Verð: 99.000 kr.

Innifalið: Kennsla, sérhæfður og persónulegur útbúnaður eftir atvikum.

Ekki innifalið: Akstur, gisting og uppihald meðan á námskeiðinu stendur.

Forkröfur: (sjá neðar í kröfum Félags Fjallaleiðsögumanna)

Hvenær?:
Námskeið eru haldin eftir samkomulagi árið um kring.
Áhugasamir hafi samband við Jón Gauta s. 7877090 eða sendi línu á jongauti@fjallaskolinn.is

Yfirleiðbeinandi á fagnámskeiðum Fjallaskólans er Jón Gauti Jónsson Fjallaleiðsögumaður AIMG


Lýsing á námskeiðinu eins og fram kemur á vef Félags Fjallaleiðsögumanna (www.aimg.is)

Grunnnámskeiðið í jöklaleiðsögn tekur fjóra daga og fer fram á skriðjökli. Þetta námskeið er ætlað nýliðum í jöklaleiðsögn. Farið er yfir helstu atriðið í jöklaleiðsögn, s.s. veður, leiðarval, ísklifur, kennslu, sprungubjörgun, fjallavit, skráning í log-bækur, samskipti við gesti og hópstjórnun. Björgunaræfing er einnig hluti af námskeiðinu.

Forkröfur

 • Gerð er krafa um grunnþekkingu á fjallamennsku og línuvinnu. Þessi grunnþekking getur verið í formi menntunar frá leiðsöguskólum, nýliðaþjálfunar björgunarsveita, Björgunarskóla Slysavarnafélags Landsbjargar eða viðurkenndra einkaaðila* í fjallamennsku og ferðamennsku á jöklum.
 • Nemendur verða að hafa gilt skyndihjálparskírteini t.d fyrsta hjálp 1 og 2 eða sambærilegt (40 klst).
  *Fyrirtæki sem yfir hafa að ráða Fjallaleiðsögumanni og Jöklaleiðsögumanni.

Mat

Geta nemenda í helstu áhersluatriðum skv. námsskrá félagsins er metin meðan á námskeiðinu stendur.
Á síðasta degi fer fram mat þar sem nemendur þurfa að leysa björgunarverkefni.

Á meðal þess sem farið verður í:

 • Samskipti við viðskiptavini
 • Leiðarval og áhættugreining leiða
 • Sprungubjörgun og ísklifur
 • Samskipti og hópstjórn við erfiðar aðstæður
 • Jöklafærni og þekking
 • Tryggingar í ís
 • Meðferð línu
 • Þrek og þol
 • Viðbrögð við álagi
 • Veður – áhrif landslags á veður
 • Leiðbeiningar til viðskiptavina

Réttindi:

Námskeiðið veitir rétt til að starfa á jökli undir beinni og óbeinni leiðsögn.

* Fyrstu 10 dagar í vinnu hvers starfsmanns eiga að vera undir beinni leiðsögn sem aðstoðarleiðsögumaður.
*Bein leiðsögn – annar reyndari leiðsögumaður í sömu ferð. Óbein leiðsögn – annar reyndari leiðsögumaður frá sama fyrirtæki á sama svæði/jökli.

Um kennsluna:

 • Námskeiðið fer fram á skriðjökli. Miða skal við að hlutfall nemenda og leiðbeinanda sé 6:1.
 • Æskilegt er tveir leiðbeinendur séu við kennslu og skiptast á að vera með hópana.
 • Hvert námskeið er leitt af Fjallaleiðsögumanni sem einnig er reyndur Jöklaleiðsögumaður en aðrir leiðbeinendur eru að lágmarki reyndir Jöklaleiðsögumenn.
 • Hvert fyrirtæki fyrir sig getur haldið Jöklaleiðsögn 1 uppfylli leiðbeinendur á því þær kröfur sem gerðar eru til þeirra um menntun og reynslu.
 • Námskeiðið byggir á kröfum Félags Fjallaleiðsögumanna á Íslandi – AIMG og geta nemendur í kjölfarið sótt um aðild að félaginu.