Ísklifur 1
Námskeið í janúar 2017

Ísklifur 1 – Grunnnámskeið í ísklifri
Það skal viðurkennast að hugmyndin um að klífa upp úr þverhnýptum jökulsprungum eða að hanga utan á svellþykku grílukerti hátt í norðurhlíðum fjalla er mögnuð þótt e.t.v. geti verið erfitt að sannfæra óinnvígða.
Ætla mætti að ísklifur henti best fólki með vott af sjálfseyðingarhvöt því vissulega fylgja þessu undarlega áhugamáli oftast kuldi, bleyta, ótti við að detta og óstöðvandi heimþrá.

En jafn furðulegt og það hljómar þá er þetta áhugamál jafn spennandi og það er krefjandi.

Á grunnnámskeiði í ísklifri er öryggið í öndvegi.kristjan-klifrar-1

Um leið og þú lærir grunnatriði þessa tæknilega sports lærir þú setja upp megintryggingu svo þú getir af öryggi tekið næstu skref sjálfur og tryggt með ofanvað (e. top-rope) að námskeiði loknu.  Ísklifurmyndir

Forkröfur:
Engar sérstakar forkröfur um reynslu eru á ísklifur1. Námskeiðið er einfaldlega sniðið að ólíkum þörfum þátttakenda.
Þrátt fyrir það er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi reynslu af útivist og eigi hlýjan og skjólgóðan útivistarfatnað.

Verð:

Hlutfall þátttakenda á leiðbeinenda er :1/4
Athugið að lágmarksfjöldi til að námskeiðið sé haldið er tveir þátttakendur

Næstu námskeið:

Ath. Stefnt er að því að bjóða upp á framhaldsnámskeið (Ísklifur 2) 28.-29. janúar þar sem aðstæður bjóða upp á.
Þú getur skráð þig hér ef þú hefur áhuga … og þá mun ég hafa samband þegar til stendur að halda námskeið.

Innifalið:

 • Dagur á jökli
 • Jöklaleiðsögumaður AIMG HIG 3 og þrautreyndur ísklifrari
 • Klifubúnaður s.s.
  • Hjálmur
  • Belti
  • Broddar
  • Klifuraxir
  • Klifurlína
  • Karabínurbjo%cc%88rn-klifrar1
  • Ísskrúfur
  • Tryggingatól
  • Slingar
  • Prússikbönd

Það sem þú þarft að koma með … en getur líka leigt:

 • Fjallamennskuskór með stífum eða hálfstífum sóla (hægt að leigja 3.000 kr)
 • Hlýjan og skjólgóðan útivistarfatnað þ.m.t. húfu og hanska/vettlinga
 • Nesti til dagsins (borðum úti!)
 • Bakpoki fyrir persónulegan útbúnað sem þér verður skaffaður, auka föt og nesti

Staðsetning námskeiðs:

 • Námskeiðin eru haldin á Sólheimajökli

Á meðal efnis:

 • helstu hnútar og brögð!
 • Uppsetning megintrygginga
 • að síga með öryggisprússik
 • að tryggja félaga sinn
 • ísklifurtækni – tækniæfingar

Öryggismál og tryggingar:

Klifur er áhættusöm íþrótt og jafnvel þótt megináhersla verði lögð á öryggisþáttinn dekkar venjulega heimilistrygging ekki óhöpp sem verða við klifur eða fjallaklifur.
Þátttakendur eru því hvattir til að huga að tryggingum sínum áður en þeir taka þátt.

Upplýsingar gefur Jón Gauti í síma: 7877090 eða jongauti@fjallaskolinn.is

 

holubjorn bj-sigur bj-og-kr