Vetrarfjallamennska – grunnatriði í fjallgöngum að vetrarlagi

Fjallgöngur að vetrarlagi opna nýjan og spennandi heim sem mikilvægt er að nálgast af virðingu.
Á þessu námskeiði lærir þú mikilvæg grunnatriði fjallgangna og ferðamennsku að vetrarlagi.

Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á helstu hættum fjallgangna að vetrarlagi, læri mikilvægi öruggs leiðavals m.t.t. snjóflóðahættu, fái þjálfun í notkun sérhæfðs útbúnaðar og upplifi sig öruggari á fjöllum að vetrarlagi.

Þetta er dagnámskeið í grunnatriðum fyrir alla sem stefna til fjalla í vetraraðstæðum hvort sem þeir ætla einir eða með leiðsögn.
Boðið er upp á tvær dagsetningar, þú velur hvor dagurinn hentar betur í skráningarskjalinu.

Smeltu hér til að sjá myndir af fyrri námskeiðum.


 Þú lærir meðal annars:

 • um helstu hættur til fjalla að vetrarlagi
 • um öruggt leiðaval í fjalllendi að vetrarlagi 
 • um jafnvægi, orkusparnað og sporagerð með og án ísaxar
 • að stöðva fall með og án ísaxar
 • rétta notkun ísaxar í brattlendi þ.m.t. ísaxarbremsu frá öllum hliðum!
 • góða broddatækni sem nýtist við ólíkar aðstæður
 • um gerð neyðarskýla
 • um hættur snjóflóða

 Fyrirkomulag

Tölvupóstur með nánari upplýsingum um framkvæmd og fyrirkomulag námskeiðsins verður sendur til skráðra þátttakenda.
Eftir skráningu fá nemendur senda ferðaáætlun með helstu upplýsingum. Athugið að þar sem við munum renna okkur í snjónum (eins og börn!) þá er hætt við því að dýr og vandaður, vatnsheldur útivistarfatnaður geti látið á sjá. Því er e.t.v. skynsalegri og betri kostur að finna til eldri galla.

Persónulegur útbúnaður:

 • viðeigandi fatnaður og skór (helst hálfstífir eða stífir, mjúkir duga)
 • mannbroddar sem passa á skóna
 • ísöxi fyrir fjallamennsku (beint eða lítilega bogið skaft en ekki öxi til ísklifurs)
 • fjallahjálmur (reiðhjólahjálmur dugar)

Búnaðarleiga: 

Eftirtaldir aðilar leigja út ísaxir, brodda og fleira:

Hafið samband (fjallaskolinn@fjallaskolinn.is) ef spurningar vakna.


Tímarammi:

Brottför kl. 09.00 / heimkoma um kl. 17.00.

Næstu námskeið:

Eða eftir samkomulagi á tímabilinu frá nóvember til mars þegar aðstæður til fjalla henta.
Vinsamlega sendið fyrirspurn þess efnis á jongauti@fjallaskolinn.is


Verð og skráning:

11.900 kr. fullt verð

9.500 kr. fyrir Útiverur – Fjallahóp Fjallaskólans sem greitt hafa skólagjöld (árgjald, hálft ár eða eingreiðslu).

Ath. Námskeiðið er innifalið ef þú skráir þig í Útiverur – Fjallahóp Fjallaskólans fyrir 23. janúar 2015!

Lágmarksfjöldi: 6 þátttakendur.

Skráning:

Ath. jafnvel Útiverur þurfa að skrá sig!