FJALLASKÍÐI HELGARNÁMSKEIÐ Í FEBRÚAR 2018

Námskeiðið er fullt og skráningu hefur verið lokað!

Ath. breyttar dagsetningar og verð!

Fjallaskíði opna nýjan heim útivistar til fjalla að vetrarlagi.
Því er kannski ekki að undra að fjallaskíðamennska hefur vaxið hraðast vetraríþrótta í Evrópu um nokkurra ára skeið! 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist góðan skilning á útbúnaði sínum og fjallaskíðasportinu í heild og verði öruggara í að taka fyrstu skrefin til fjalla á eigin vegum.

Námskeiðið er kvöldstund með bóklegum atriðum (mið 21. febrúar ’18) og tveir dagar á fjöllum (23. og 24. feb).


 Efnisþættir:

 • fatnaður við hæfi!
 • fjallaskíðaútbúnaðurinn
 • bakpokinn og innihald hans
 • kynning á snjóflóðaútbúnaði s.s. ýli, stöng, skóflu, Air bag.
 • snjóflóð! Hver eru hættumerkin og hvað þarf að varast
 • félagbjörgun úr snjóflóðum, notkun snjóflóðaýla, -stangar og -skóflu
 • ferðaáætlun dagsins, svæði, staður, upp og niður leið, mat á aðstæðum, tímasetningar o.fl.  
 • leiðarval í fjalllendi, s.s. um uppgöngu-línu, takt, beygjur í bratta o.fl.
 • að skríða í skjól, hvenær og hvernig?
 • utanbrautarskíðun í mismunandi færi

Í kjölfar skráningar fá skráðir þátttakendur sendan tölvupóst með nánari upplýsingum um framkvæmd og fyrirkomulag námskeiðsins.


Tími:

21. feb. – miðvikudagskvöld – frá 19-22 … inni! – Búnaðarspjall, snjóflóð og fleira

23. feb. – föstudagur – frá 8 – 17 – á fjöllum

24. feb. – laugardagur – frá 8 – 17 – á fjöllum

Ath. að ef aðstæður á SV-horninu eru ekki góðar er til í dæminu að verklegum hluta námskeiðsins verði valin heppilegri staður. 
Það gæti þýtt auka kostnað við gistingu úti á landi.


Verð, greiðsla og skráning:

64.900 kr.  
Greiðsla með korti á vef Kortaþjónustunnar
Millifærsla á reikning: Kt. 461014-1000 r.nr. 0133 – 26 – 10253 (Lágfóta ehf.)

Útiverur Fjallaskólans fá +20% afslátt (49.900 kr.) ath. aðeins hægt að greiða með millifærslu!

Skráning hér í síðasta lagi 20. febrúar – Námsk. er fullt og skráningu hefur verið lokað! 

Lágmark/hámark: 4-6 þátttakendur á hvern fjallaskíðaleiðsögumann.
Náist ekki lágmarksþátttaka eða ef námskeiðið frestast af öðrum ástæðum verður námskeiðsgjald endurgreitt að fullu.
Ath. Áætlað er að halda til fjalla á SV-landi en ef aðstæður eru óhagstæðar gæti auka kostnaður við akstur og uppihald fylgt breyttum ferðaáætlunum. Nánar um það síðar.


Dagskrá námskeiðsins:

Miðvikudagur 21. febrúar:

 • Kynning á þátttakendum
 • Fatnaður í fjallaskíðaferðum
 • Skíðabúnaður 
 • Útbúnaður sem er alltaf með í poka hvers og eins
 • Snjóflóð bóklegt
 • Veðurlag, veðurspá og aðstæður
 • Skipulag næstu daga, gerð ferðaáætlunar

Laugardagur 23. febrúar:

 • 08:00 – Brottför í fjöllin.
 • sporagerð og taktur á uppleiðinni
 • ólík tækni í misjöfnu færi
 • leiðaval í meiri smáatriðum!
 • vísbendingar um snjóflóð og aðrar hættur
 • skíðum niður og skoðum ólíka stíla háð aðstæðum.
 • samantekt dagsins og helstu atriði rifjuð upp
 • ferðaáætlun fyrir næsta dag

Sunnudagur 24. febrúar:

 • 08:00 – Brottför í fjöllin
 • skíðum einhverja fallega línu
 • rifjum upp og bætum við
 • samantekt dagsins …
 • 17.00 – u.þ.b. Námskeiði líkur.

Persónulegur útbúnaður:

 • Hlýr og góður skjólfatnaður sem hentar veðri og aðstæðum s.s.
 • nærföt bolur og buxur úr ull eða gerviefnum/flís
 • sokkar úr ull eða gerviefnum (ekki bómull)
 • hlýtt millilag t.d. peysa úr ull eða flís
 • létt úlpa dún/fíber 
 • skíðahanskar/vettlingar (jafnvel tvö pör… þunnir og þykkir)
 • húfa, buff  
 • skíðagleraugu, sólgleraugu og sólaráburður
 • snjóflóðaýlir
 • skófla
 • snjóflóðastöng

Skíðabúnaður:

 • Fjallaskíði eða -bretti (splitboard)
 • Fjallaskíðaskór með göngu stillingu, brettaskór
 • Skíðastafir stillanlegir stafir henta ólíkum bratta. Brettafólk þarf stafi sem hægt er að pakka
 • Skinn sniðin að viðkomandi skíðum
 • Skíðabroddar smella undir skíðin/brettin
 • Fjallabroddar (í sumum ferðum þar sem áherslan er á tindinn gæti þurft fjallabrodda sem tryggja verður að passi á skíðaskóna
 • Hjálmur er ekki nauðsynlegur en vissulega betri kostur við ákveðnar aðstæður
 • Snjóflóðabakpokar ekki skylda á námskeiðinu en ef þið eigið slíkan er eðlilegt að hafa þá með
 • Snjóflóðaýlir – skal vera stafrænn þriggja loftneta ýlir
 • Skófla – samanbrjótanleg álskófla sem taka má í sundur og helst koma ofan í  bakpokann   
 • Snjóflóðastöng – a.m.k. 240 cm löng 

Annar búnaður:

 • Bakpoki – 30-40L pokar henta best. Uppblásanlegur snjóflóðapoki er valkvæður
 • Höfuðljós a.m.k. til loka apríl!
 • skíðagleraugu, sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi
 • persónuleg lyf, blöðru og smásárareddingar
 • GSM-sími í vatnsheldum umbúðum
 • myndavél 

Búnaðarleiga: 

Hægt er að leigja fjallaskíðaútbúnað í Fjallakofanum og í versluninni Everest
Hafðu samband (jongauti@fjallaskolinn.is) eða í síma: 7877090  ef spurningar vakna.