New! AIMG Hard Ice 1 / Jöklaleiðsögn 1 – 20.-23. maí 2019 – Aukanámskeið!

Hard Ice 1 course / Námskeið í Jöklaleiðsögn 1 

Ath. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi reynslu af línuvinnu, sjá neðar.
Reyndir leiðsögumenn með litla reynslu af fjallamennsku gætu þurft að hressa upp á línuvinnuna og til þess hefur Fjallaskólinn boðið upp á Jökla 0 – námskeið sem undirbúning

Smelltu hér til að kynna þér Jökla 0 


Fagnámskeiðið Jöklaleiðsögn 1 er grunnnámskeið í jöklaleiðsögn.
Efni námskeiðsins byggir á stöðlum Félags Fjallaleiðsögumanna á Íslandi.

Í stuttu máli:

 • Námskeiðið eru fjórir dagar (þar af tveir hálfir ferðadagar)
 • Námskeiðið eru haldið í Öræfasveit (aðsetur á Svínafelli)
 • Kennsla fer fram innanhús (fyrirlestrar) og á skriðjöklum Öræfasveitar
 • Grunnnámskeið fyrir þá sem stefna á leiðsögn á harðís skriðjökla (neðan snælínu)
 • Hlutfall þátttakanda á leiðsögumann: 6:1
 • Hámarksfjöldi: 12 þátttakendur
 • Lágmarksfjöldi: 4 þátttakendur

Kennsla og mat

Námskeiðið eru byggt upp með kennslu og símati á frammistöðu þátttakenda. Lagt er mat á færni þátttakenda í samskiptum við gesti, leiðarval, miðlun efnis, þekkingu á jöklum og umhverfi þeirra, færni í sprungubjörgun og línuvinnu. Einnig er þekking og færni í stærri björgunaraðgerðum metin. Á námskeiðinu Jöklaleiðsögn 1 er kennsla mun stærri þáttur en á Jöklaleiðsögn 2 og 3 þar sem megin áhersla er á færnimat þátttakenda.

Réttindi

Þeir sem standast kröfur Jökla 1 námskeiðsins öðlast rétt til að starfa á jökli undir beinni og óbeinni leiðsögn jöklaleiðsögumanns / Fjallaleiðsögumans.


Verð og skráning:

AIMG Jökla 1 / HIG 1 – 99.000 kr.* Skráning  

Greitt er fyrir námskeiðið með millifærslu á reikning Lágfóta ehf. Kennitala: 461014-1000 / R.nr.: 0133 – 26 – 10253
* Ath. að verkalýðsfélög niðurgreiða sum hver allt að 90% af námskeiðsgjaldinu. 

Innifalið: Kennsla, sérhæfður og persónulegur útbúnaður eftir atvikum.

Ekki innifalið: Akstur, gisting og uppihald meðan á námskeiðinu stendur.

Forkröfur: (sjá neðar í kröfum Félags Fjallaleiðsögumanna)

Hvenær?:
Ef áðurnefndar dagsetningar henta ekki er velkomið að hafa samband við Jón Gauta s. 7877090 eða sendi línu á jongauti@fjallaskolinn.is. Námskeið eru einnig haldin eftir samkomulagi árið um kring.

Yfirleiðbeinandi á fagnámskeiðum Fjallaskólans er Jón Gauti Jónsson Fjallaleiðsögumaður AIMG


Lýsing á námskeiðinu Jöklaleiðsögn 1 eins og fram kemur á vef Félags Fjallaleiðsögumanna (www.aimg.is)

Grunnnámskeiðið í jöklaleiðsögn tekur fjóra daga og fer fram á skriðjökli. Þetta námskeið er ætlað nýliðum í jöklaleiðsögn. Farið er yfir helstu atriðið í jöklaleiðsögn, s.s. veður, leiðarval, ísklifur, kennslu, sprungubjörgun, fjallavit, skráning í log-bækur, samskipti við gesti og hópstjórnun. Björgunaræfing er einnig hluti af námskeiðinu.

Forkröfur

 • Gerð er krafa um grunnþekkingu á fjallamennsku og línuvinnu. Þessi grunnþekking getur verið í formi menntunar frá leiðsöguskólum, nýliðaþjálfunar björgunarsveita, Björgunarskóla Slysavarnafélags Landsbjargar eða viðurkenndra einkaaðila* í fjallamennsku og ferðamennsku á jöklum.
 • Nemendur verða að hafa gilt skyndihjálparskírteini t.d fyrsta hjálp 1 og 2 eða sambærilegt (40 klst).
  *Fyrirtæki sem yfir hafa að ráða Fjallaleiðsögumanni og Jöklaleiðsögumanni.

Mat

Geta nemenda í helstu áhersluatriðum skv. námsskrá félagsins er metin meðan á námskeiðinu stendur.
Á síðasta degi fer fram mat þar sem nemendur þurfa að leysa björgunarverkefni.

Á meðal þess sem farið verður í:

 • Samskipti við viðskiptavini
 • Leiðarval og áhættugreining leiða
 • Sprungubjörgun og ísklifur
 • Samskipti og hópstjórn við erfiðar aðstæður
 • Jöklafærni og þekking
 • Tryggingar í ís
 • Meðferð línu
 • Þrek og þol
 • Viðbrögð við álagi
 • Veður – áhrif landslags á veður
 • Leiðbeiningar til viðskiptavina