Posts Categorized: Námskeið Útivera

Ísklifur 1 – fyrir ískalda karla og kerlingar

Lærðu réttar aðferðir og góða tækni og þá er eftirleikurinn í þínum höndum. Forkröfur: Engar forkröfur um fyrri reynslu. Námskeiðið er sniðið að þörfum þátttakenda. Þó er gert ráð fyrir að þátttakendur eigi hlýjan og skjólgóðan útivistarfatnað og hafi einhverja reynslu af útivist. Ísklifurmyndir teknar á ísklifurnámskeiðum Fjallaskólans … til að dreyfa huganum. Hafðu samband vegna námskeiða… Read more »

Gönguskíði með Árna og Írisi í Bláfjöllum

Nú er komið að því að skella skíðum undir skóna og sjá hvað skeður! Árni og Íris sem verið hafa með okkur í vetur eru mikið gönguskíðafólk og leiðsegja á hverjum vetri hópum á gönguskíðum hérlendis og erlendis. Árni og Íris hafa í samstarfi við Ull boðist til að kynna Útiverum þetta ört vaxandi áhugamál og… Read more »

Ísbíltúr í Sólheimajökul

Laugardaginn 12. nóvember 2016 verður undraheimur haustjökulsins kannaður en þá skarta skriðjöklar sínum fínasta bláa jökulskalla. Tugir þúsunda erlendra ferðamanna flykkjast á jökla landsins og skoða veröld sem er næsta ókunnug íslendingum sem þó búa svo nærri. Í þessari ferð er ætlunin að kynnast nýjum hliðum á jöklum og jafnvel príla smá ef áhugi er fyrir hendi…. Read more »

ÍSKLIFUR OG JÖKLAGANGA

Dagsetning: 14. nóvember
Hvar: Sólheimajökli
Verð: 10.900 kr. fyrir Útiverur ein 15.900 kr. fyrir aðra

Vetrarfjallamennska
Dagsnámskeið fyrir fjallgöngufólk
22. janúar 2017

Fjallgöngur að vetrarlagi opna nýjan og spennandi heim sem mikilvægt er að nálgast af virðingu. Á þessu námskeiði lærir þú mikilvæg grunnatriði fjallgangna og ferðamennsku að vetrarlagi. Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á helstu hættum fjallgangna að vetrarlagi, læri mikilvægi öruggs leiðavals m.t.t. snjóflóðahættu, fái þjálfun í notkun sérhæfðs útbúnaðar svo sem ísaxa og…