Fjallgöngur og -þrek

… ganga á fjöll sér til ánægju og heilsubótar árið um kring og stunda Fjallaþrek í skammdeginu.

Kjarni hópsins hefur gengið saman síðan 2009.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með eru velkomnir í prufutíma í Fjallaþreki og eða kvöldgöngu þegar hentar.
Mánaðarlegar fjallgöngur Útivera eru kynntar á fésbókarsíðu Fjallaskólans. 
Útiverur eru á Facebook en hópurinn er aðeins ætlaður skráðum Útiverum.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um dagskrá hópsins, fyrirkomulag ferða, greiðslu, skráningu í hópinn og tryggingar svo nokkuð sé nefnt.


Fjallgöngudagskrá Útivera2019 kemur inn von bráðar


Greiðsla og skráning

Hægt er að greiða fyrir heils- eða hálfs árs áskrift að Útiverum

 • 1. árs áskrift að Útiverum Fjallaskólans 
 • 1/2. árs áskrift að Útiverum Fjallaskólans

Vinsamlega leggið inn á reikning Fjallaskólans (Lágfóta ehf. kt. 461014-1000 / reikningsnr.: 0133 – 26 – 010253)

Vinsamlega smellið hér til að skrá persónulegar upplýsingar s.s. fullt nafn, síma og netfang þegar búið er að ganga frá greiðslu


Innifalið í áskrift 

 • Kvöldgöngur þriðjudaga frá kl. 17.30 – ? (tímabil: mars – október) alls 28 skipti.
 • Fjallaþrekæfingar þriðjudaga frá kl. 17.30 – 19.00 (nóvember – febrúar) alls 18 skipti
 • Afsláttur í mánaðarlega fjallgöngu lau/sun (sumarfrí í júlí) alls 11 fjallgöngur – verð frá 5.900 kr. m/VSK
 • Hagstætt verð á utanlandsferðum 
 • Afsláttarkjör í verslunum:
  • Ellingsen: 20% afsláttur
  • Everest: 20% afsláttur. Gildir ekki á útsölu- eða tilboðsvörum.
  • Fjallakofinn: Á tímabilinu 20. janúar – 20. febrúar fá Útiverur og nemendur Fjallaskólans 20% afslátt.
   Utan þessa tímabils er veittur 15% afsláttur.
  • GGSport: 20% afsláttur af langflestum vörum.
  • Intersport: 15% afsláttur gegn framvísun skírteinis
  • Íslensku Alparnir:  15% afsláttur. Gildir ekki á útsölu- eða tilboðsvörum.
  • Útilíf: 20% afsláttur af útivistarvörum og 30% af fjallaskíðabúnaði veturinn ’16-’17
  • Vosbúð (á facebook): 15-20% afsláttur eftir vörum.
  • 66°Norður: Í Miðhrauni 11, Garðabæ: 25% afsláttur af 66°Norður fatnaði fyrir fullorðna. 25% afsl. af aðkeyptum vörum t.d. Lasportiva o.fl.

Fyrirkomulag í kvöld- og fjallgöngum Útivera

 • Upplýsingar um ferðir eru sendar með tölvupósti og birtar á lokaðri fésbókarsíðu hóps Útivera a.m.k. tveimur dögum fyrir ferð.
 • Upphafsstaður ferða er ýmist við fjallsrætur eða á fyrirfram ákveðnum stað (oftast N1 – Ártúni) þar sem þess er freistað að sameinast í bíla til að draga úr aksturskostnaði og mengun.
 • Ferðafélagar sjá sjálfir um að koma sér til og frá upphafsstað göngunnar nema þegar hópurinn sameinast um að  leigja rútu.
 • Ólíkt fjallaþrekæfingum sem í boði eru yfir vetrarmánuðina eru fjallgöngur Útivera hópferðir. Með því er átt við að Útiverur halda hópinn með leiðsögumanni sínum ferðina á enda. Hraði hópsins miðast því við þann hægasta í hópnum. Þótt Útiverur njóti þess vissulega að vera í góðu formi er markmið fjallgangna ekki að vera fyrstur, heldur að ganga og njóta útivistar saman.
 • Útiverum er velkomið að bjóða með gesti á fjallaþrekæfingar og í þriðjudagskvöldgöngur , enda þykir best að Útiverur stækki innanfrá! Vinsamlega látið þó vita í tíma.
 • Almennt séð eru auglýstar fjallgöngur Útivera (um helgar) aðeins ætlaðar Útiverum en á því eru undantekningar. Utanaðkomandi þurfa þó að jafnaði að greiða hærra verð.

Fyrirkomulag í Fjallaþreki

 • Fjallaþrekæfingar hefjast stundvíslega kl. 17.30 á þriðjudögum.
 • Á þriðjudögum er brottför frá Háskólanum í Reykjavík (andyri sem snýr að Nauthól) nema annað sé ákveðið á fésbókarsíðu Útivera og eða í t.pósti.

Öryggismál og tryggingar

Í öllum ferðum og á námskeiðum Fjallaskólans er örygg þátttakenda í fyrirrúmi. Þrátt fyrir oft á tíðum metnaðarfull ferðaplön er lokamark hverrar ferðar aðeins eitt, … að koma heil heim. Í undantekningatilfellum getur því þurft að breyta ferðaáætlun og jafnvel að aflýsa ferð með öllu. Leiðbeinendur og leiðsögufólk Fjallaskólans hefur sérþekkingu og áralanga reynslu af leiðsögn.

Jafnvel þótt ýtrasta öryggis sé gætt í ferðum og á námskeiðum Fjallaskólans fylgir þátttöku óhjákvæmilega einhver áhætta. Rétt er að benda á að þátttakendur í ferðum og á námskeiðum Fjallaskólans eru ekki tryggðir fyrir sjúkrakostnaði eða öðrum afleiðingum slysa. Einnig er rétt að benda á að í almennum frístundatryggingum er ekki tryggt fyrir áhættusamri iðju eins og fjallaklifri og snjóflóðum. Flest tryggingafélög bjóða þó upp á að sérstakri áættu sé bætt við persóntryggingar (sérsamdir skilmálar).
Þátttakendur í ferðum og á námskeiðum Fjallaskólans eru hvattir til að leita sér upplýsinga hjá tryggingafélögum og eftir atvikum að kaupa viðeigandi tryggingar.

Fyrir allar fjallgöngur í vetraraðstæðum er æskilegt að Útiverur hafi lokið námskeiðinu Grunnatriði vetrarfjallamennsku sem jafnan er haldið í janúar / febrúar ár hvert.

Sjúkdómar og sérþarfir: 

Þátttakendur í ferðum og námskeiðum Fjallaskólans eru hvattir til að láta leiðsögumann sinn vita af undirliggjandi sjúkdómum, ofnæmi eða öðrum vandamálum.
Ef spurningar vakna er best að hafa samband við Jón Gauta í síma 787 7090 og ráðfæra sig.