Útbúnaðarlisti Skíðafanta

Nauðsynlegur persónulegur útbúnaður:

 • Útivistarfatnaður:
  • Vatns- og vindheldur stakkur og buxur (ysta lag)
  • Síðbrók og nærbolur ull/gerviefni (innsta lag)
  • Peysa(-ur) ull/gerviefni (millilög)
  • Úlpa dúnn/gerviefni fyrir stopp og kalda daga (ysta lag)
  • Húfa, buff, lambhúshetta
  • Ullar/flís vettlingar, fingravettlingar og utanyfirvettlingar
 • Skíðabúnaður
  • Skíði með fjallaskíðabindingum
  • Fjallaskíðaskór
  • Skinn undir skíðin
  • Skíðaáburður
  • Skíðabroddar sem passa skíðunum/bindingunum
  • Skíðastafir stillanlegir
  • Skíðahjálmur – ráðlagður öryggisútbúnaður
 • Snjóflóðaútbúnaður:
  • Snjóflóðaýlir – í ól utan eða í vasa í öllum ferðum
  • Skófla – í bakpokanum í öllum ferðum
  • Snjóflóðastöng – í bakpokanum í öllum ferðum
 • Annar fjallabúnaður
  • Ísexi (hægt að leigja)
  • Mannbroddar undir skíðaskó og poki utan um þá (hægt að leigja)
  • Belti (í jöklaferðum – hægt að leigja)
 • Bakpoki, 30-45 lítrar með ólafestingum fyrir skíði, ísöxi, skóflu …
 • Eitt og annað smálegt sem á heima í bakpokanum:
  • Orkuríkt nesti til dagsins og vökvi.
  • Heitt á brúsa!
  • Sólgleraugu og skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur
  • GSM sími
  • Höfuðljós (til loka apríl)