Umsagnir nemenda Fjallaskólans

Fjallaleiðsögn 1 – apríl 2019
Ég hef sótt þrjú námskeið á vegum Fjallaskólans og voru þau öll einstaklega lærdómsrík vel skipulögð og skemmtileg.
Jón Gauti er ekki bara frábær og faglegur kennari heldur er hann einnig drengur góður.
Bjarni Jónsson

Róbert kemur sér sjálfum upp úr jökulsprungu í 1600 metra hæð á Öræfajökli. Dyrhamar og Hvannadalshnúkur í baksýn.

 

Fjallaleiðsögn 1 – apríl 2017

„Hef sótt mikinn fróðleik í fjallamennsku hjá Jóni Gauta Jónssyni og sótt til hans námskeið í jökla- og fjallaleiðsögn. Gef honum tvímælalaust mín allra bestu meðmæli; hann er fagmaður fram í fingurgóma og kann þá list virkilega vel að miðla þekkingu sinni. Fátt er betra til að auka öryggi sitt á fjöllum en að sækja hjá honum þekkingu og tilsögn. Svo er hann auðvitað fjári skemmtilegur!“

Róbert Marshall

 

 

 

 

 

 


Fjallaleiðsögn 1 – apríl 2017

Brynhildur á hraðferð upp úr hyldjúpri sprungu Öræfajökuls

 

 

 

„Tóm gleði og hamingja. Brosti hringinn allan tímann. Maður kemur aldrei að tómum kofanum hjá Jóni Gauta. Hann er frábær kennari, faglegur út í ystu fingurgóma og það sem meira er, afar þolinmóður og alveg laus við það yfirlæti sem stundum einkennir þá sem mestu reynsluna hafa 🙂 Ég mæli heilshugar með þessu námskeiði fyrir alla, bæði byrjendur og lengra komna. Þetta er út að leika eins og það gerist best.“ 

Brynhildur Ólafsdóttir

 

 

 

 


Ísklifur 1 – nóv 2016

Björn Brynjar í völundarhúsi Sólheimajökuls.

 

 

 

„Fór á mitt fyrsta ísklifur námskeið hjá Jóni Gauta. Mögnuð lífsreynsla sem allir ættu að prufa.
Frábær umgjörð og mikil fagmennska. Mæli hiklaust með Fjallaskólanum. “

Björn Brynjar Steinarsson

 

 

 


Jökla 1 

Franziska getting past the lip of the cravasse before rappelling down to rescue

„Went on Hard Ice 1 with Jón Gauti a while ago and I can recommend it 100% to anyone who is interested in becoming a glacier guide. The course is very well organized and super informative, Jón is an awesome teacher who knows what he is talking about. In the end our whole group agreed that we wouldn’t mind the course to last for more than 4 days, because we had such a fun time on the glacier and learning about everything involving the subject during those days“ 

Franziska Dolliner

 

 

 


Jökla 1 1.-4. maí 2018

 

„Ég tók jöklanámskeið í maí og var algjörlega sáttur við kennslu og faglega nálgun Jóns Gauta.
Mjög skemmtilegt og lærdómsríkt námskeið sem ég mæli endilega með fyrir alla sem vilja vinna á jöklum.“

Stefano del Negro

 

 

 


Fjallaskíðanámskeið febrúar 2018

 

„Frábært fjallaskíðanámskeið, fagmennska, þekking og ástríða fyrir fjallamennsku skín í gegn hjá Jóni Gauta. Mæli með.“

Tryggvi Davíðsson