Skíðafantar Fjallaskólans á Tröllaskaga
Tröllaskagi er mekka fjallaskíðamennsku. Dagana 20.-23. apríl stefnir fríður flokkur Skíðafanta norður á Dalvík þar sem þeir munu hafa aðsetur í uppábúnum rúmum í Jónínubúð!
Í stuttu máli:
- Tveir heilir skíðadagar og tveir hálfir!
- Fullt fæði og húsnæði (Hulda og Dinna sjá um pottana!)
- Apré ski og heitur pottur
- Eftir dræman skíðavetur norðan heiða eru vonir um snjó á Tröllaskaga að glæðast með talsverði snjókomu í kortunum yfir Páskahelgina.
- Hugsanlega mögulega sameinumst við í … langferðabíl … ekki rútu! (ath. smá auka kostnaður)
Drög að ferðaáætlun:
Fimmtudagur 20. apríl – Sumardagurinn frysti!
- Kl. 9.00 – Brottför frá R.vík e.t.v. í langferðabifreið (sjá neðar)!
- Stutt skíðaleið á leiðinni norður t.d. af Öxnadalsheiði
- Kl. 19.00 – Matur drykkur og pottur í Jónínubúð á Dalvík
Föstudagur 21 apríl – tímar til viðmiðunar… en fara eftir veðri
- Kl. 7.30 – Morguverður
- Kl. 8.30 – Brottför í fjöllin. Skinnum upp og skíðum niður … e.t.v. tvisvar eða eins og form og aðstæður leyfa.
- Kl. 17.00 – Fantar koma í Jónínubúð … apré ski á barnum eða í pottinum … sjúddírallirey!
Laugardagur 22. apríl –
- Kl. 7.30 – Morgunverður
- Kl. 8.30 – Brottför í fjöllin. Skinnum upp og skíðum niður … þetta er ekki flókið.
- Kl. 17.00 – Fantar koma í Jónínúbúð … apré ski á barnum, pottur
- Kl. 20.00 – Síðasta kvöldmáltíðin og áframhaldandi sögustund
- Kl. hver veit hvað ?
Sunnudagur 23. apríl – skíði og heimferð
- Kl. 9.00 – Morgunverður, frágangur og heimferð
- Tökum stutta bunu á leið til borgarinnar til að mýkja okkur aðeins
- Kl. 18.00 – Áætluð koma til borgarinnar
Aðstæður nú og veðurspáin næstu daga 
Tröllaskagi hefur verið frekar snjóléttur en um páskahelgina gæti orðið breyting á ef spár ganga eftir.
Frá og með fimmtudeginum 20. og fram á laugardaginn 22. apríl lítur út fyrir dægilega gott veður hjá yr.no sem horfa lengst fram í tíman og gera má því skóna að ákoma um páskahelgina verði áfram á sínum stað, sem eru góðar fréttir.
Verð og skráning:
59.900 kr. – Fullt verð fyrir Skíðafanta
66.900 kr. – Fullt verð fyrir utanaðkomandi … fanta
Innifalið í verði: Skíðaleiðsögn í fjöllunum, gisting og fullt fæði í Jónínubúð
Skráning fer fram hér – Greiðsla staðfestir skráningu.
Vinsamlega skráið ykkur fyrir klukkan 12 á sunnudag.
Akstur norður … smá pæling!:
Ef skráning verður góð – þ.e. tíu eða fleiri fantar – kemur vel til greina að leigja bíl.
Áætlað verð er um 16.000 kr. á mann sem myndi bætast við.
Í skráningarskjalinu vil ég biðja ykkur að skrá hvort það kæmi til greina að ykkar mat.
Útbúnaðarlisti:
Skíðaútbúnaður fyrir dagsferðir í fjöllin:
- Skíðafatnaður þ.m.t. húfa/hjálmur, hanskar/vettlingar
- Snjóflóðaýlir með nýjum batteríum (a.m.k. 60 % eftir af rafhlöðum)
- Snjóflóðastöng (hægt að leigja / merkja við í skráningarskjalinu)
- Skófla (hægt að leigja / merkja við í skráningarskjalinu)
- Sólgleraugu og skíðagleraugu
- Sólarvörn
- Skíði með fjallaskíðabindingum
- Skinn (sniðin á skíðin)
- Fjallaskíðaskór
- Stafir
- Skiða”strapp” (-ól)
- Bakpoki sem rúmar aukafatnað og hægt er að festa skíðin á
- Inniskór, tannbursti og …
- Þægilegri klæðnaður fyrir kvöldið
Skráning í ferð Skíðafanta á Tröllaskaga 20.-23. apríl
Vinsamlega skráið ykkur fyrir klukkan 12 á sunnudag.
Hlökkum til að sjá ykkur
Jón Gauti og Helgi Geirharðs