Tröllakirkja Kolbeinsstaðafjalli
13. júní 2015

FERÐAÁÆTLUN 13. JÚNÍ 2015

Tröllakirkja á Kolbeinsstaðafjalli er glæsilegur hvassbrýndur tindur sem teygjir klettaspýrur sínar upp í 862 metra hæð skv. gömlum kortum (sjá neðst í póstinum). Þarna er glæsilegur fjallasalur og fallegur tindur sem gaman verður að bæta í safnið.

SKRÁÐU ÞIG HÉR Í FERÐ Á TRÖLLAKIRKJU

LEIÐIN:

Sé fyrir mér sama upphaf og þegar við gengum á Hrútaborg síðastliðið haust (með Fjallafólki;-). Fyrst liggur leiðin yfir og framhjá fallegum svörtum Hrafnatindum og yfir í Snjódal. Þaðan skrúfum við okkur suður og austur fyrir tind Tröllakirkju þar sem við bröltum upp á hann. Ég verð með stuðningslínur til að gæta fyllstu varúðar (sjá nánar um útbúnað).

Niðurleiðin er svo hin sama til að byrja með nema að úr Snjódal vil ég fylgja svokallaðri Mýrdalsgjá niður að bænum Mýrdal þar sem við vorum svo glögg að skilja eftir eina sjálfrennireið.

FERÐAÁÆTLUN:

 • 8.00 – Brottför frá N1
 • 9.45 – Brottför í göngu.
 • 16.00 – Komum í bíla
 • 18.00 – Áætluð heimkoma til borgarinnar í síðasta lagi nema við ákveðum að stoppa þeim mun lengur í Borgarnesi.

VEÐURSPÁ OG AÐSTÆÐUR:

Á von á björtu og fallegu veðri allan daginn og hægum vindi af NV sem ef eitthvað er hjálpar okkur á uppleiðinni 😉  Við þetta bætist að skýjahuluspáin (fram til kl. 12 á laugardaginn) er fáránlega góð.

AKSTUR:

 • 220 km (110 km hvora leið)
 • 3:00 klst. (1:30 klst. hvora leið)
 • Göngin 2000 kr.
 • => 6.000 kr. bensínkostnaður + 2000 kr. í göngin = 8.000 kr. sem farþegar deila á milli sín.

GÖNGULEIÐIN:

 • Rétt um 10 km fram og til baka
 • Hækkun c.a. 750 metrar
 • Svolítið brölt til að komast á bláendann – verð með stuðningslínu.

ÚTBÚNAÐUR OG NESTI:

 • Hefðbundinn fatnaður og útbúnaður til fjallgangna að sumarlagi.
 • Bragðgott og orkuríkt nesti og ekki hefur sakað að hafa heitt á brúsa.
 • Vil biðja þá sem eiga jöklabelti og karabínu að kippa þeim með.
 • Hvorki þarf brodda né ísöxi.

VERÐ:

 • Fjallgangan er í verðflokki 1 skv. Fjalladagskrá Útivera
 • 4.400 kr. fyrir Útiverur Fjallaskólans – greiðist við skráningu.
 • Verð fyrir utanaðkomandi (hjartanlega velkomnir) 6.400 kr.

 

SKRÁNING Í FERÐINA FYRIR KL. 12 Á FÖSTUDAG:

Vinsamlega skráið ykkur hér fyrir klukkan 12 á morgun föstudag.
Skráning telst aðeins gild þegar gengið hefur verið frá greiðslu á reikning Lágfótu/Fjallaskólans (kt. 461014-1000)
Reikningsnúmer: 0133-26-010253

 

Kveðja/Regards

Jón Gauti

 

 1. (+354) 7877090
 2. jongauti@gmail.com
 3. www.fjallaskolinn.is