Tröllakirkja 21. apríl ’18 – Allt er þegar þrennt er …
Tröllakirkja 1001 m vestan Holtavörðuheiðar stendur á sýslumörkum Mýra-, Dala- og Strandasýslu enda ku víðsýni mikið af tindi hennar, í björtu 😉 Þrátt fyrir nafnið var fjallið um aldir áður samastaður trölla sem þar ku hafa lagt á ráðin þegar mannkyni fór að fjölga hér upp úr landnámi. Steinin tók svo úr um siðaskiptin þegar kirkja var byggð á Stað í Hrútafirði og firrtist tröllskessa þá svo að hún grýtti stóreflis bjargi í átt að kirkjunni. Ekki dróg hún alla leið en bjargið lenti í hestarétt og drap þar fjögur hross … og hana nú. Við ætlum sumsé að leita tröllaspora sem mynduðust við átökin … uppi á efsta tindi. Sagan segir reyndar að tröllin hafi flúið norður Strandir … skoðum það í sumar!
Að göngu lokinni er svo verið að leggja á ráðin um sameiginlegan kvöldverð á veitingahúsi í Borgarfirði … meira um það síðar!
Ferðaáætlun 21. apríl ’18:
Kl. 08.00 – Brottför frá N1-Ártúni á langferðabifreið.
Kl. 10.15-17.30 – Fjallgangan (u.þ.b. 14 km – 700 m hækkun => 7 klst.)
18.00 – Hraunsnef … súpa og Hraunsnefsborgari á tilboði fyrir Útiverur 😉
21.00 – Áætluð koma til borgarinnar
Verð og skráning:
Fullt verð 7.900 kr. – greiða með korti
Verð fyrir Útiverur með gilda skráningu 6.400 kr. – greiða með korti
Einnig hægt að greiða með millifærslu:
R.nr. 0133-26-10253. kt.: 461014-1000
Útbúnaður:
- Hlýr og skjólgóður fatnaður þ.m.t. vettlingar og húfa
- Hlýjir og góðir skór
- Auka úlpa (dúnn / fíber) fyrir stoppin og toppinn
- Skíðagleraugu
- Legghlífar (fer eftir snjóalögum)
- Auka húfa/buff og auka léttir vettlingar
- Heitt á brúsa og gott nesti fyrir langan dag
- Broddar (hægt að leigja)
- Ísöxi (hægt að leigja)
- Bakpoki fyrir auka dót
Annað: Gott að hafa auka tösku með þurrum fötum í bílnum til að skipta eftir ferðina … ef út í það fer.
Akstur:
Langferðarbifreið!
Matur á heimleiðinni …
Eigum pantað á Hraunsnefi um kl. 18