Þyrill Hvalfirði
17. desember 2016

Laugardaginn 17. desember ætla ég að ganga á Þyril í Hvalfirði.
Fyrirvarinn er stuttur sem að nokkru helgast af veðurspá þar sem ýmist er bætt í eða dregið úr!

Lítið eitt um gönguna og Þyril
Þyrill (393 m.y.s.) er eitt tilkomumesta fjall Hvalfjarðar séð frá veginum allt í kringum fjörðin en útsýnið af toppnum þykir jafnframt eitt það glæsilegasta. Þyrill er brattur á flesta kannta enda tálgaður af núningi veðurs og jökla. Fram til fjarðar snýr snarbrött skriða niður úr skarði sem kennt er við Helgu Jarlsdóttur sem kemur við Harðarsögu og Hólmverja.
Okkar leið liggur hvorki um Helguskarð né svokallaðan Indriðastíg (einnig mjög brattur) heldur frá Botnsskála þar sem gengið er upp aflíðandi brekkur. Uppi er ætlunin að ganga í góðan hring og þræða brúnir að litlu vatni sem þarna á að leynast, áður en við höldum niður sömu leið. Gangan er frekar létt enda ekki ástæða til að spenna bogan hátt á þessum árstíma.

Ferðaáætlun:
9.30 – Brottför frá N1-Ártúni
10.30-15.00 – Gangan
16.30 – Áætluð koma til borgarinnar

Verð og skráning:

Hægt er að greiða með korti hér eða með því að leggja inn á reikning Lágfóta ehf. 0133 – 26 – 10253 (kt. 461014-1000)

Skráning hér sem fyrst! 

Veðurspá:

Textaspáin í dag 16. des:

“… Hæglætis veður fram eftir degi á morgun en vaxand suðaustanátt með rigningu sunnan- og vestantil þegar líður á daginn. Hiti 0 til 5 stig í dag, víða næturfrost í nótt en hlýnar aftur á morgun. …”

Útbúnaður og nesti:

  • Hefðbundin skjólfatnaður og nesti til dagsins
  • Höfuðljós
  • Hálkuvarnir!

Samkeyrsla:

3.000 kr. sem farþegar skipta á milli sín.