Í Stuttu máli:
Sex fyrir einn! Stórkostleg tindaröð Skarðsheiðar hefur löngum freistað Útivera.
Gangan er krefjandi og löng en umhverfið svo magnað að slíkt gleymist 😉
Á milli tindana sex er jafnan um 50-120 metra lækkun og svo sambærileg hækkun upp á næsta tind sem í heild eru a.m.k. sex talsins.
Staðreyndir málsins:
- Vegalengd: 18km
- Hækkun: 1400 m
- Mesta hæð: 1053 m
Ferðin er löng og erfið en margt bendir til að færð og aðstæður almennt verði góðar.
Verð:
- 7.900 kr. (m/vsk) fyrir Útiverur Fjallaskólans
- 9.900 kr.(m/vsk) fyrir utanaðkomandi
Skráning í ferðina:
Fer fram hér. Mikilvægt er að allir sem ætla í ferðina skrái sig hér fyrir hádegi föstudaginn 18. mars og greiði staðfestingargjöld með því að leggja inn á reikning Fjallaskólans (Lágfóta ehf).
Skráning telst aðeins gild þegar greitt hefur verið að fullu fyrir ferðina.
- Reikningsnúmer: 0133 – 26 – 010253
- Kennitala: 461014-1000
- Vinsamlega setjið nafn ykkar/þátttakanda í skýringartexta.
Ferðaáætlun:
- Kl. 06.30 – Brottför frá N1 (Bílar skildir eftir á Draghálsi og ekið að Efra Skarði)
- Kl. 08.00 – 19.00 – Gangan 11 klst.
- Kl. 20.30 – Koma til borgarinnar
Gengið frá Efra-Skarði til austurs að Draghálsi þar sem bílarnir híma.
Veðurspá og aðstæður:
Veðurspá gerir ráð fyrir hægum suðvestlægum áttum og mildu veðri. Reyndar má gera ráð fyrir frosti á laugardag og því þokkalegu færi á fjallinu á sunnudaginn.
Ég mun fylgjast vel með veðurspá fram að brottför og tilkynna um breytingar á plönum ef ástæða er til.
Nauðsynleg reynsla þátttakenda:
Hér er um erfiða ferð að ræða og því mikilvægt að þátttakendur hafi reynslu af lengri göngum og góðan útbúnað. Einnig er algerlega nauðsynlegt að viðkomandi hafi farið á dagsnámskeið í vetrarfjallamennsku þar sem kennd eru undirstöðuatriði í notkun brodda og ísaxar.
Nauðsynlegur útbúnaður þátttakenda:
- Góðir gönguskór með grófum sóla
- Hlýr og vindheldur fatnaður þ.m.t. húfa og vettlingar (og til vara)
- Hlý úlpa/peysa til að bregða yfir sig í stoppum
- Ísöxi – hægt að leigja við skráningu
- Broddar – hægt að leigja við skráningu (ath. ekki keðjur eða keðjubroddar!)
- Gott nesti og heitt á brúsa
- Skíðagleraugu
- Vindheldir utanyfirvettlinga
Að auki getur verið gott að hafa:
- Legghlífar
Sameinum Útiverur í bíla:
Kl. 06.30 – Brottför frá N1 – Ártúni – þar sem við sameinumst í bíla.
Tæplega 90 km akstur => 2400 kr. sem farþegar deila á milli sín.
Um leiðina:
Til að hafa vindinn í bakið er líklegt að við hefjum gönguna frá Efra-Skarði og göngum til austurs að Draghálsi. Við byrjum á Skarðshyrnu og höldum þaðan á Heiðarhorn sem er hæsti hluti leiðarinnar. Þaðan höldum við á hvern tindinn á eftir öðrum og lækkum okkur niður í skörðin á milli.
Mynd af fyrirhugaðri gönguleið:

Hlakka til að sjá ykkur tímanlega fyrir brottför á N1-Ártúni næstkomandi sunnudag
Fjallakveðja
Jón Gauti
jongauti@fjallaskolinn.is
7877090
w. www.fjallaskolinn.is