Möðruvallaháls – Trana – Svínaskarð – Hrafnhólar (A-B)

Febrúarfjallganga Útivera
Laugardaginn 11. febrúar er ætlum við að ganga frá  Kjós, yfir Trönu og um Svínaskarð að Hrafnhólum.

Meira síðar.

Vetrarferð:

Auk hefðbundins útivistarútbúnaðar þurfa allir skráðir að vera með ísöxi og alvöru brodda (ekki bara keðjur eða hálkuvarnir). Ennfremur er mikilvægt að viðkomandi hafi gengið á broddum áður og best ef viðkomandi hefur farið á grunnnámskeið í Vetrarfjallamennsku.

Skráning og greiðsla

Skráning í ferðina er hér en líkur 4. febrúar. 

5.400 kr. fyrir Útiverur (smelltu á tengilinn til að greiða hjá Korta ehf.)
6.900 kr. fyrir utanaðkomandi (smelltu á tengilinn til að greiða hjá Korta ehf.) 

Ferðaáætlun:

 • Kl. 08.00 – Brottför frá N1-Ártúni 
 • Kl. 09.00-16.00 – Ganga og gott nestisstopp 😉
 • Kl. 17.00 – Koma til borgarinnar í síðasta lagi (e.t.v. kaffistopp á bakaleiðinni)
  Ath. að 11. feb er ratbjart frá 8.45-18.30 … þetta er allt að koma.

Fatnaðar og útbúnaðarlisti:

 • Ísöxi (hægt að leigja við skráningu)
 • Broddar (Ath. EKKI hálkubroddar) (hægt að leigja við skráningu)
 • Gönguskór með góðum öklastuðningi og vatnsvörn.
 • Vind- og vatnsheldur skjólfatnaður jakki og buxur (Gore-Tex eða sambærilegt)
 • Nærfatnaður (ull eða gerviefni) … líka nærbuxur!
 • Hlý millilög (ull eða gerviefni)
 • Göngubuxur
 • Létt úlpa til að smeygja yfir sig í stoppum (dúnn eða fíber)
 • Húfa og/eða lambhúshetta
 • Hanskar og ullarvettlingar 
 • Myndavél – rafhlaða og minniskort!
 • Gott nesti … já það verður stoppað.
 • Vökvi / heitt á brúsa
 • Göngustafir val
 • Legghlífar ef snjór er verulegur 
 • Höfuðljós
 • Kaffipéningur
 • Bakpoki sem rúmar hafurtaskið

Sameinumst í bíla á N1 Ártúni:

 • Farþegar deila eldsneytiskostnaði 2.500 kr.
 • Til stendur að ganga frá A-B og því þarf að forfæra bíla.