LMB lögmenn og vinir í Þríhnúkagíg

Þríhnúkagígur – einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu
Fyrir sex árum síðan var gígurinn gerður aðgengilegur í tengslum við gerð heimildarmyndar National Geographic en síðar fylgdu í kjölfarið BBC og fleiri til að gera þessu einstaka fyrirbæri skil.

Eins og við má búast er Þríhnúkagígur gríðarlega vinsæll á meðal erlendra ferðamanna og er boðið upp á reglulegar ferðir – oft á dag – frá Reykjavík frá maí og fram í miðjan október.

Undirritaður hefur verið að vinna við að leiðseigja ferðamönnum niður í gíginn og nú þegar tímabilinu er að ljúka vil ég gefa Útiverum og vinum þeirra tækifæri til að bera dýrðina augum.

Nánari upplýsingar um Þríhnúkagíg má fá hér (á ensku).

Hvenær:img_0010

  • Mánudaginn 10. október
  • Brottför kl. 16.00 frá skála Breiðabliks í Bláfjöllum

Verð pr mann:
18.000 kr. m.vsk. (fullt verð 42.000 kr.)
Tvær greiðsluleiðir!

Skráning:
Þegar greiðsla hefur verið innt af hendi er mikilvægt að skrá sig hér.

Nánari upplýsingar um ferðatilhögun verða sendar á skráða þátttakendur þegar nær dregur.