Huldufjöll í Mýrdalsjökli

Laugardaginn 27. maí verður sjálf óvissan á huldu!

Þá stefnum við í Huldufjöll sem eru jökulsker í miðjum Kötlujökli / Höfðabrekkujökli. 
Allt umhverfi svæðisins er stórhrikalegt, magnað og þrungið óvissu enda verður gengið á jökli drykklanga stund.

Gangan hefst og henni líkur í Þakgili, litlu og þröngu gili sem þó er stútfullt af sögu. Sumir gætu viljað tjalda í þakgili og sofa þar nóttina áður. Að göngu lokinni stefnum við í kvöldmat á Hótel Kötlu (Höfðabrekku) og þeir sem vilja og eru nógu fljótir geta pantað þar rúm til að leggja sig yfir blánóttina. 

Ferðaáætlun:

27. maí
Kl. 9.00 – Brottför frá Þakgili (c.a. 30 mín akstur frá hringveginum við Höfðabrekku en 3 klst. frá R.vík)
Kl. 18.00 – Komum til baka í bíla í Þakgili
Kl. 19.00 – Sturta og pottur á Hótelinu
Kl. 19.30 – 20 – Kvöldmatur hefst – hlaðborð á 6.900 kr.
Val um að gista eða aka til borgarinnar.

28. maí – Heimferð í rólegheitum.

Skráning í ferðina … ath. sjá neðar varðandi gistingu.

Skráning fer fram hér

Útbúnaður:

  • Hefðbundinn fatnaður og útbúnaður fyrir langan dag á fjöllum
  • Nesti fyrir langan dag
  • Broddar (hægt að leigja)
  • Ísöxi (hægt að leigja)

Akstur:

Mælst er til þess að fólk sameinist í bíla eins og hægt er
Heildarfjöldi km fram og til baka: 400 þar af 30 á malarvegi
=> 10.000 kr. sem farþegar skipta á milli sín.

Gisting:

Hótel Höfðabrekka (Katla) bíður eftirfarandi herbergi sem hafa verið frátekin en herbergin verður að panta í skjali
sem opna má hér!

Athugið að ef allt er upppantað á Hótel Höfðabrekku (Kötlu) má athuga með herbergi á Hótel Eddu eða Hótel Icelandair á Vík. Það er hins vegar ekki hægt að panta þau hér.