Hrútsfjall í Öræfum – Ferðaáætlun 13.-15. maí 2016

Hlaðið óvissu, en eitthvað á þessa leið

Tindar Hrútsfjalls eru sérlega glæsilegir þar sem þeir bókstaflega hanga yfir vestanverðri Öræfasveit og gefa hnúki kenndum við hvannir lítið eftir í tiginleik.

Leiðin á Hrútsfjallstinda er mun fáfarnari en leiðin á Hnúkinn en stendur henni framar um margt. Við leggjum af stað snemma morguns  enda langur dagur fyrir höndum (og fótum). Fyrst er haldið upp hlíðar Hafrafells upp í skarð hvar mikil útsýn opnast yfir Svínafellsjökull og á Hnúkinn ef vel viðrar. Leiðin liggur svo eftir Hafrafelli á Hrútsfjall uns komið er á jökul þar sem við hnýtum okkur í línu fyrir síðasta hluta leiðarinnar á Norðurtind Hrútsfjalls sem stendur hæstur fjögurra Hrútsfjallstinda. Svo er náttúrulega bara að koma sér niður … alveg niður á tún. Þá er nestið væntanlega búið en dýrindis kvölmatur sem bíður okkar í ofninum á Fosshótel Núpum.
Sællega þreytt skríðum við í koju og fögnum sumri í Öræfum að morgni sunnudags áður en við hyggjum að heimferð.
Athugið að á þessum árstíma birtir af degi kl. 02.30 og sól kemur upp 4.15 😉


Skráning í ferðina á Hrútsfjall (ath. ekki í gistingu 😉

Þeir sem ætla með á Hrútsfjall verða að skrá sig hér fyrir lok fimmtudags (ath. einnig þeir sem pantað hafa herbergi á Fosshótel Núpum verða að skrá sig í ferðina).

Athugið að ef ekkert verður af ferðinni austur vegna veðurs verður ferðin endurgreidd að fullu.


Ferðaáætlun í grófum dráttum

IMG_1679

Tindar Hrútsfjalls séðir úr sprungu á Svínafellsjökli Norðurtindur (ávalur snævi þakinn) fyrir miðju er hæstur.

Ferðaáætlun í grófum dráttum:

13. maí – Akstur austur (280 km – 3:15 klst. í akstri).
Bensínkostnaður er 15.000 sem farþegar ættu að skipta á mili sín.
Gott að leggja tímanlega af stað svo hægt sé að slaka aðeins á fyrir austan.
Kvöldmatur á Fosshótel Núpum er í boði frá 18.30-21.00

Kl. 20. hittingur á hótelinu þar sem við förum yfir útbúnað, pökkum í poka og skiptumst á spurningum og svörum 😉
Klukkan 21 (í síðasta lagi eftir veðurfr. kl. 22.10) verður gefin út brottfarartími.  
Allir snemma í háttinn.

14. maí – Uppgangsdagurinn mikli!
Áætlað að leggja af stað kl. 03-05 um nóttina
Áætluð koma til baka á hótelið ekki seinna en kl. 19.00
Kvöldmatur og … sjúddirallirei!

15. maí – Heimferð
Rólegheitastund í dásemdar vor/sumar fíling en óumflýjanleg heimferð nema fólk vilji taka auka dag og leggja af stað heim mánudaginn 16. maí … þetta er nú einu sinni Hvítasunnuhelgin.


Veðurspá:

IMG_8645

Suður- Mið og Norðurtindur Hrútsfjalls séðir úr hlíðum Hvannadalshnúks

Kemur síðar!


 

Undirbúningur:

Langar fjallgöngur með bakpoka eru besti undirbúningurinn. Þriðjudagsgöngur Útivera eru góður undirbúningur en ég mæli að auki með því að Útiverur gangi a.m.k. 3-4 á Esju með 10-15 kg bakpoka. Hentugar leiðir eru á Þverfellshorn, Kerhólakamb og Skálatind (frá Meðalfellsvatni). Einnig mætti hugsa sér 2-3 uppgöngur (í sömu ferðinni) á Helgafell svo dæmi sé tekið.  


 

Krafa um reynslu

Það er óþarfi að fara í grafgötur með það að hér er um langa ferð og erfiða að ræða. Erfiðleikarnir felast þó fyrst of fremst í vegalengdinni og þungum byrðum en ekki alvarleika.
Tæknilega ætti þetta ekki að vefjast fyrir okkur ef færið og veðrið verður þokkalegt og þar kem ég til með að liggja yfir aðstæðum og spám í aðdragandanum.

Þriðjudagsgöngur Útivera eru góður undirbúningur en ég mæli að auki með því að þið gangið tvisvar til þrisvar á Þverfellshorn með 10-15 kíló í bakpoka áður en við förum austur.


 

Verð:
Verð fyrir Útiverur: 32.900 kr./mann m/vsk (útbúnaður broddar, öxi og belti ekki innifalið)
Verð fyrir utanaðkomandi: 44.900 kr./mann m/vsk (útbúnaður brodda, öxi og belti innifalið)
Helgar leiguverð á broddum, öxi og belti 4.000 kr. / annars 1.500 kr. fyrir hvert stk.

Innifalið:
Fararstjórn/leiðsögn

Ekki innifalið:
Gisting með morgunverði að Fosshótel Núpum (greiðist á staðnum)
Kvöldmatur 13. og 14. maí á Fosshótel Núpum (laugardagskvöldið) (greiðist á staðnum)


 

Skráning:

Skráning fer fram hér:
Greiða þarf ferðina að fullu í síðasta lagi fimmtudaginn 5. maí.
Greiðslu skal leggja inn á reikning Lágfótu (ehf) / Fjallaskólans
Reikningsnúmer: 0133 – 26 – 010253 (Kennitala: 461014-1000)
Vinsamlega setjið nafn ykkar/þátttakanda í skýringartexta og hakið við að senda (rafræna) kvittun.

Fjallakveðja
Jón Gauti


 

Tillaga að útbúnaðarlista:

 • Gönguskór með góðum öklastuðningi og vatnsvörn. (betra að hafa stífan sóla en þó ekki skilirði) Muna að bera á skóna
 • Vind- og vatnsheldur skjólfatnaður jakki og buxur (Gore-Tex eða sambærilegt)
 • Legghlífar
 • Nærfatnaður (ull eða gerviefni) … líka nærbuxurnar … nema þið séuð með hníf 😉
 • Hlý millilög (ull eða gerviefni)
 • Göngubuxur
 • Létt úlpa til að smeygja yfir sig í stoppum (dúnn eða fíber)
 • Húfa og lambhúshetta
 • Hanskar og vettlingar
 • Vindheldir utanyfirvettlingar/skeljar (ef spáin er vetrarleg)
 • Sokkar (nýir – upplagt að nota tækifærið einu sinni á ári 😉
 • Sólgleraugu sem hylja vel.
 • Skíðagleraugu (ef spáin er vetrarleg)
 • Sólarvörn og varasalvi
 • Myndavél – rafhlaða og minniskort!
 • Orkuríkt nesti fyrir daginn (c.a. 0,7 kg!)
 • Vatn á brúsum og hitabrúsa (a.m.k. 2,5 lítrar samanlagt)
 • Persónulegur “sjúkra” búnaður fyrir hælsæri og smáreddingar!
 • Göngustafir með stórri snjókringlu
 • Broddar sem passa á skóna (hægt að leigja við skráningu)
 • Ísöxi (hægt að leigja við skráningu)
 • Jöklabelti (hægt að leigja við skráningu)
 • Bakpoki sem rúmar þetta allt!

Útbúnaður sem leiðsögumenn verða með

 • Skyndihjálparbúnaður
 • Neyðarskýli fyrir fjóra!
 • Leiðsögutæki (áttaviti, kort og GPS-tæki)
 • Fjallalína 60 m og sprungubjörgunarbúnaður á hverja 6 þátttakendur
 • Skófla, snjóflóðastöng