Hróarstindur sunnan Hafnarfjalls
Airwaves í byggð en logn á hæstu tindum!
Næskomandi laugardag spáir fanta vel. Hrafnabjörg voru á dagskrá en vegna góðra aðstæðna til fjalla vil ég spenna bogann aðeins! Flestir sem ganga á Hafnarfjall leggja upp austan Borgarness og ganga beint á Gildalshnúk eða hring eins og við gerðum einu sinni og margir muna 😉 Þá hins vegar slepptum við fallegum tindi, Hróarstindi sem gengur suður úr Hafnarfjalli.
Það var svo aftur í göngu með Útiverum á Blákoll síðastliðinn vetur að Hróarstindur blasti við og meðfylgjandi ferðaáætlun fæddist.
Útiverur á Hróarstind (750 m) laugardaginn 5. nóvember
Ef aðstæður eru sérlega góðar má mögulega ganga fallegan hring með viðkomu á Katlaþúfu og fikra sig eftir hryggnum á Gildalshnúk. Allt stefnir í fantagóðan dag en rétt að vera vel búin (sjá neðar) enda sá árstími sem allra veðra er von.
Ferðaáætlun:
- Kl. 08.00 – Brottför frá N1-Ártúni (akstur 60 km/50 mín)
- Kl. 9.00-16.00 – Gangan með nesti!
- Kl. 17.30 – Koma til borgarinnar
Verð m. vsk:
5.400 kr. fyrir Útiverur.
6.900 kr. fyrir utanaðkomandi.
Hægt er að smella á tengilinn (verðið) og greiða með greiðslukorti á vef Korta eða leggja inn á reikning Lágfóta ehf. kt. 461014-1000 R.nr. 0133 – 26 – 10253 – Greiðsla jafngildir skráningu!
Veðurspá:
Textaspá fyrir laugardaginn er svohljóðandi:
“Hæg sunnanátt og víða léttskýjað, en suðvestankaldi og dálítil slydda eða rigning NV-til um kvöldið. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust við S- og V-ströndina. “
Ég mun fylgjast með sérhverri breytingu og láta vita ef nauðsyn krefur.
Ráðlagður fatnaður og útbúnaður:
- Gönguskór með góðum öklastuðningi og vatnsvörn. Muna að bera á skóna!
- Vind- og vatnsheldur skjólfatnaður jakki og buxur (Gore-Tex eða sambærilegt)
- Nærfatnaður (ull eða gerviefni) … líka nærbuxur!
- Hlý millilög (ull eða gerviefni)
- Göngubuxur
- Létt úlpa til að smeygja yfir sig í stoppum (dúnn eða fíber)
- Húfa og lambhúshetta
- Hanskar og vettlingar
- Myndavél – rafhlaða og minniskort!
- Gott nesti … já sennilega verður stoppað !
- Vökvi og e.t.v. heitt á brúsa.
- Ennisljós og auka rafhlöður (maður veit aldrei!)
- Göngustafir fyrir þá sem vilja
- Bakpoki sem rúmar hafurtaskið!
- Legghlífar … mögulega.
Sameinumst í bíla á N1-Ártúni:
Farþegar deila eldsneytis og gangnakostnaði 5.000 kr.