Háleiksmúli við Háleiksvatn og nærliggjandi tindar

Háleiksmúli er hæstur fjallstinda er umkringja Háleiksvatn á Mýrum, fáfarið fjalllendi sveipað mikilli dulúð. Umhverfis Háleiksvatn rísa fallegir tindar eins og Gjafi, Kúfusandur, Smjörhnúkur og Moldnúpur. 

Ferðaáætlun:

7. október ’17
Kl. 7.00 – Brottför frá N1 Ártúni (Akstur c.a. 1:40 mín frá R.vík)
Kl. 17.30 – Komum í bíl 
Kl. 19.00 – Komum til borgarinnar nema okkur detti í hug að fá okkur að borða á leiðinni til borgarinnar

Skráning í ferðina er hér
Opið fyrir skráningu til kl. 12 mánudaginn 2. október

Veður og aðstæður:

Sem stendur eru sumaraðstæður á landinu en það kann að breytast.
Upplýsingar um veðurspá og aðstæður verða settar hér inn þegar nær dregur.

Útbúnaður:

  • Hefðbundinn fatnaður og útbúnaður fyrir langan dag á fjöllum
  • Nesti fyrir daginn og eitthvað gott að bjóða
  • Höfuðljós ef …
  • E.t.v. háluvarnir (nánar kynnt síðar)

Akstur:

Sameinumst í bíla á N1 – Ártúni
Heildarfjöldi km fram og til baka: 220 => 5000 kr. sem farþegar skipta á milli sín.