Hafursey 5. september

Hafursey stendur eins og eyja upp úr svörtum Mýrdalssandi. Hafursey er í bókinni Íslensk fjöll e. Ara Trausta og Pétur og hefur ávallt reynt að seiða mig á sinn fund þegar maður á leið austur í Öræfi. Amk. hef ég lengi ætlað að ganga á þessum slóðum ekki síst til að virða fyrir mér svæðið sem svo oft hefur orðið Kötluhlaupum að bráð.
Ferðaáætlun:
08.00 – Brottför frá N1 – Ártúni (sameinumst í bíla)
10.30 – 15.30 – Fjallganga
15.30 – 18.00 (í fyrsta lagi ef einhver er að flýta sér)
Sé einnig fyrir mér nokkur stopp á heimleiðinni m.a. t.d. að borða á Halldórskaffi á Vík … eða á Hótel Önnu undir Eyjafjöllum. Gætum einnig skoðað Reynisfjöru og Gljúfrabúa eða eitthvað annað?
Veðurspá:

Björt og góð á þessum slóðum eins og staðan er í dag 😉

Samferða í bílum:
Leiðin austur og til baka er 400 km.
Kostnaður miðað við 12L/100 km eyðslu eru 11.000 sem farþegar deila sín á milli.
Þrír farþegar greiða þá 3.650 kr. á mann
Fjórir farþegar 2750 kr. á mann
Verð og skilmálar:
Verð 4.400 kr. fyrir Útiverur en 6.900 kr. fyrir utanaðkomandi.
Vinsamlegast staðfestið þátttöku og greiðið fyrir kl. 12 á morgun föstudag svo ég viti fjöldann.
Reikn. nr Lágfótu (Kt. 461014-1000) í Landsbanka: 0133-26-010253
Athugið að 10 þáttt. er lágmark fyrir þessa ferð.
Ef ekki verður af ferð vegna ónógrar þátttöku fá þeir sem hafa skráð sig að fullu endurgreitt …
Búnaður og nesti: 
Engin sérútbúnaður … aðeins hefðbundið dót í poka s.s. vetllingar, húfa, auka peysa og svo skjólfatnaður og góðir skór
Gott nesti og e.t.v. heitt á brúsa.
Auk morgunverðar áður en lagt er af stað er upplagt að hafa eitthvað matarkyns til að borða á leiðinni austur áður en við höldum á fjallið svo við séum þokkalega nærð í upphafi göngunnar og þurfum ekki að stoppa strax til að borða.
Kveðja
Jón Gauti
t. jongauti@fjallaskolinn.is