Geirhnúkur Snæfellsnesi – 10. október

Í bók Ara Trausta og Péturs Þorleifssonar Íslensk Fjöll segir:

Af Geirhnúk norðvestur af innri enda Hítarvatns er eitt glæsilegasta útsýni sem hægt er að fá af fjöllum á þessum svæði.

Ganga á Geirhnúk er ekki tæknilega erfið en hún er löng svo reikna verður með því að verja drjúgum hluta dagsins í verkið.
Í bók sinni lýsa Ari og Pétur leiðinni frá Hítarvatni en einnig má ganga frá Hlíðarvatni. Hvor leið er um 18 km og hækkun sú sama og verður því veður og aðrar aðstæður látna ráða för.
Ferðaáætlun:

kl. 07.00 – Brottför frá N1 – Ártúni (sameinumst í bíla)
kl. 09.00 – 17.00 – Fjallganga
kl. 19.00 – Komum til borgarinnar

Veðurspá:

Veðurspáin er fanta góð, hæg norðaustlæg átt (2-4 m/s) og hitastig við upphaf göngu um frostmark. Ég á því von á köldu veðri en hægum vindi og engri úrkomu.

Samferða í bílum:
Akstursleiðin er 120 km hvora leið (=>240 km)
Kostnaður miðað við 12L/100 km eyðslu eru 6.000 kr. sem farþegar deila sín á milli.
Þrír farþegar greiða þá 2.000 kr. á mann en tveir farþegar 3.000 kr. á mann.
Verð og skilmálar:
Verð 5.400 kr. fyrir Útiverur en 7.400 kr. fyrir utanaðkomandi.
Vinsamlegast staðfestið þátttöku og greiðið fyrir kl. 12 föstudaginn 9. október.
Reikn. nr Lágfótu (Kt. 461014-1000) í Landsbanka: 0133-26-010253
Athugið að veður og færð geta haft áhrif á ferðaplön. Ef ný plön henta ekki er að sjálfsögðu hægt að hætta við.
Athugið að 10 þáttt. er lágmark fyrir þessa ferð.
Ef ekki verður af ferð vegna ónógrar þátttöku fá þeir sem hafa skráð sig að fullu endurgreitt …
Hér er hægt að endurnýja skráninguna eða nýskrá sig í hóp Útivera 
Búnaður og nesti: 
Engin sérútbúnaður … aðeins hefðbundið dót í poka s.s. vetllingar, húfa, auka peysa og svo skjólfatnaður og góðir skór
Gott orku- og næringarríkt nesti og e.t.v. heitt á brúsa.
Auk morgunverðar áður en lagt er af stað er upplagt að hafa eitthvað matarkyns til að borða í bílnum á leiðinni áður en við höldum á fjallið svo við séum þokkalega nærð í upphafi göngunnar og þurfum ekki að stoppa strax til að borða.