29. mars – Esja frá N-S – Gunnlaugsskarð – Hábunga – Þórnýjartindur

Mógilsá-Gunnlaugsskarð-Hábunga-Þórnýjartindur-Eilífsdalur


Í Stuttu máli:

 • Sunnudaginn 29. mars
 • Kl. 9.00 – Brottför frá Mógilsá (bílastæðinu undir Þverfellshorni)
 • Gengið frá Mógilsá að Eilífsdal. Vegal.: 12 km, hækkun: 950 m.
 • Kl. 15.30 – áætluð koma að Eilífsdal
 • Kl. 16.00 – áætluð koma að Mógilsá.

Brýnt er að allir (Útiverur og aðrir) sem ætla með, skrái sig á meðfylgjandi skráningarsíðu og greiði fyrir með því að leggja inn á reikning Fjallaskólans (Lágfóta ehf.) í síðastalagi á hádegi föstudaginn 13. mars.


Meðfylgjandi upplýsingar

verð – skráning – ferðaáætlun – aksturslýsing – veðurspá –  útbúnaður – samkeyrsla – upplýsingar og kort


 Verð:

Verðflokkur 1. skv. fjalladagskrá Útivera

 • 4.400 kr. fyrir Útiverur Fjallaskólans
 • 6.400 kr. fyrir utanaðkomandi

Skráning í ferðina:

Mikilvægt er að allir sem ætla í ferðina skrái sig hér fyrir hádegi föstudaginn 13. mars og greiði staðfestingargjöld með því að leggja inn á reikning Fjallaskólans (Lágfóta ehf).

Skráning telst aðeins gild þegar greitt hefur verið að fullu fyrir ferðina.

 • Reikningsnúmer: 0133 – 26 – 010253 
 • Kennitala: 461014-1000

Vinsamlega setjið nafn ykkar/þátttakanda í skýringartexta.

Ferðaáætlun:

 • Brottför: kl. 9.00 frá bílastæðinu við Mógilsá … þar sem lagt er á Þverfellshorn
 • Heildarvegalengd: 12 km
 • Hækkun: um 950 m
 • Áætlaður göngutími:  6,5 klst.
 • Áætlað að taka rútu frá Eilífsdal að Mógilsá (auka kostnaður 1000-1500 kr. greiðist á staðnum í beinhörðum 😉
 • Áætlað að vera við Mógilsá kl: 16.30

Veðurspá og aðstæður:

 • Lægðardrag verður SA af landinu sem gefur smá óvissu. Annars er mín spá svohljóðandi 😉
  Austlæg eða norðaustlæg átt sennilega 6-8 m/s
 • Hitastig rétt undir frostmarki
 • Úrkoma vonandi í lágmarki ef nokkur

Nauðsynlegur útbúnaður þátttakenda:

 • Góðir skór, gott að vera með stífan sóla.
 • Hlýr og vindheldur fatnaður þ.m.t. húfa og vettlingar (+aukapar!)
 • Að auki hlý úlpa/peysa til að bregða yfir sig í stoppum
 • Ísöxi – hægt að leigja við skráningu
 • Broddar – hægt að leigja við skráningu
 • Gott nesti og heitt á brúsa
 • Legghlífar eða góður frágangur á skálmum buxa
 • Skíðagleraugu

Leiga á útbúnaði:

Allir þátttakendur verða að hafa ísöxi og broddar.
Hægt er að leigja hvoru tveggja um leið og þú skráir þig
Hafið samband við undirritaðann ef óskað er ráðlegginga um kaup á útbúnaði.

Um leiðina:

Fyrirhuguð gönguleið hefst við Mógilsá. Þaðan höldum við upp í Gunnlaugsskarð (brattasti hluti leiðarinnar) og upp á Hábungu (914 m). Frá Hábungu göngum við á Þórnýjartind/Kistufell og niður svonefnda Múlarönd að bænum Eilífsdal.

Athugið að vegna breytilegra og stundum varasamra aðstæðna að vetrarlagi getur verið nauðsynlegt að breyta út af ferðaáætluninni (taka upp varaferðaáætlunina) til að tryggja öryggi farþega.

Esja N-S 14.mars

Mynd af fyrirhugaðri gönguleið (12 km)

Hlakka til að sjá ykkur tímanlega fyrir brottför kl. 9.00 við Mógilsá hvar við leggjum upp sunnudaginn 29. mars

Fjallakveðja
Jón Gauti

t. jongauti@fjallaskolinn.is
s. 7877090
w. www.fjallaskolinn.is