Er Innsta Jarlhetta (1084 m) topp eða stromphetta?

Nú er komið að þvi … þótt fyrr hefði verið. September fjallganga Útivera verður 1. október!
Spáin er mjög góð fyrir laugardaginn og svæðið stórkostlegt (sjá neðst).

Ferðaáætlun:img_0111

 • Akstur 300 km (2×150 km) 2 klst. akstur hvora leið.
 • U.þ.b. 15 km / 7 klst. ganga
 • 07.00 – Brottför frá N1 – Ártúni
 • 9.15 – 16.15 – Ganga … með nestisstoppi 🙂
 • 19.00 – Komin heim í síðasta lagi

Verð – tvenns konar greiðslumátar:

Verð pr. skráða Útiveru er 5.900 kr. m.vsk (ath. kostnaður við akstur 3.200 kr greiðist á staðnum!)

Hægt er greiða hér og nú með VISA (í gegnum greiðslumiðlun Kortaþjónustunnar) eða með því að leggja inn á reikning Lágfóta ehf. kt. 461014-1000 R.nr. 133-26-10253.
Þegar búið er að ganga frá greiðslu er mikilvægt að skrá sig í ferðina hér

 • Við bætist kostnaður við langferðabifreiðina 3.200 kr. pr. mann
 • Lágmarksfjöldi í ferðina 10

Veðurspá:img_0175

Hægur vindur, hitastig um frostmark og minniháttar úrkoma möguleg … jafnvel í föstu formi 😉

Ráðlagður útbúnaður:

 • Góðir skór og hlýjir sokkar
 • Skjólgóður fatnaður (jakki og buxur vind og vatnshelt)
 • Hlýr fatnaður hið innra e.t.v. ullarnærföt og hlý peysa
 • Húfa, buff og vettlingar/handskar (annað til vara í pokanum)
 • Hlý úlpa/peysa til að bregða yfir sig í stoppum
 • Gott nesti og heitt á brúsa … við munum stoppa og borða 😉
 • Göngustafir fyrir þá sem það kjósa
 • Höfuðljós og gleraugu/skíðagleraugu (þessi tími ársins er komin!)

Vinsamlega skráið þátttöku ykkar hér

Nánar um Jarlhettur:img_0171
Við ökum norður frá Gullfossi áleiðis upp á Kjöl en beygjum til vesturs/vinstri á Bláfjellshálsi og ökum að Skálpanesi vegnr. 336.
Jarlhettur eru röð móbergstinda með klassíska NA-SV stefnu enda urðu Jarlhettur til við gos undir jökli.
Reyndar kemur nafnið Jarlhettur fyrst fram á íslandskorti Björns Gunnlaugssonar 1844 og því sitthvað verið ritað um tilurð nafnsins sem ýmist er talið tengjast járnhettum í máli Tungnamanna sem síðan hafi breyst í Jarlhettur, eða hettum Jarla!

Haraldur Matthíasson kennari og ferðagarpur lýsir Jarlhettum svo í Árbók Ferðafélagsins 1961, bls. 118

„Lögun á hettunum er með ýmsum hætti, en mest ber á tveimur gerðum. Annars vegar eru þær, sem ganga upp í oddmjóan topp. Eru þær nefndar hér topphettur. Hins vegar eru þær, sem eru með hamrabelti fyrir ofan skriður, en þverstýfðar að ofan. Þær eru nefndar hér stromphettur. Hengiflug þverhnípt eru í mörgum hettunum, og skriður miklar eru í þeim öllum, snarbrattar og lausar.“ 

Hvað sem nafngift og lögun þessara hettna líður vita þeir sem gengu um syðri hluta þessa stórbrotna svæðis (ferð með Fjallafólki 2013) að það er göldrótt í fegurð sinni sem er hvort tveggja í senn einföld og hrikaleg.

Við sem göngum munum svo komast að því hvort hér er um topphettu eða stromphettu að ræða.