11. mars í fyrra lögðum við sunnanvert Snæfellsnesið undir okkur, en nú er það norðanvert.
… ef þú ert alveg ákveðin/nn máttu skrá þig hér
Hinn 17. mars næstkomandi skal uppskorið og fagnað í margháttuðum skilningi.
Í fyrsta lagi fögnum við þrautsegju vorri, fyrir það að mæta í Fjallaþrek við hvers konar aðstæður og í hvers konar veðri.
Í fyrsta lagi fögnum við þrautsegju vorri, fyrir það að mæta í Fjallaþrek við hvers konar aðstæður og í hvers konar veðri.
Í annan stað fögnum við upphafi tímabils sem einkennist af birtu, gleði og fallegum sigrum.
Laugardaginn 17. mars verður þetta einhvern vegin svona …
- 8.00 – Langferðabifreið með Útiverur yfirgefur borgarsollinn
- Fjallganga í nágrenni Stykkishólms
- Afslöppun í heitum potti – sundlaugin verður opin lengur fyrir okkur ef þarf
- Komum okkur fyrir á Fosshótel Stykkishólmi
- Óvissuferð í glasi á Narfeyrarstofu – fordrykkur fjallafara
- Narfeyrarstofa – Þríréttað (sjá matseðil hjér)
- Ferðakynning utanlandsferð(ir), bakpokaferð sumarsins og fjalladagskrá haustsins!
- Barinn opinn og hver veit hvað “nýtilstarfatekin” skemmtinefnd Útivera bíður upp á! Kannski verður sönghefti Sigrúnar Birnu endurunnið eða … pubb quiz Snædísar… ekki seinna vænna að undirbúa sig.
- Daginn eftir ræður heilsa og vilji hvort farið verður í örstutta göngu um bæinn eða á heilagt Helgafellið áður en …
- langferðabifreiðin er ræst og ekið heim
Svona einfalt er það. Bara taka frá dagana og strauja sprittdressið.
Aðeins nánar ef þú ert enn að lesa:
- Hótelið fáum við á kunnuglegum góðkjörum Kristínar Magnúsdóttur Útiveru með meiru
- Þriggja rétta á Narfeyrarstofu og ? (ath. drykkir með mat eru ekki innifaldir í verðinu)
- Minn maður í sundlauginni er tilbúin að hafa opið lengur en vanalega svo við komumst í pottinn … ahhhh
- Vil benda á að allir makar, sér í lagi þeir sem alla jafna sýna sig sjaldan, eru velkomnir. Við höfum aldrei verið sérlega góð í lyklaleiknum!
Í skráningunni verður hægt að velja um þrjá mismunandi pakka en auðvitað væri best að vera með í öllu þ.e. rútu, göngu, sund, mat og gistingu.
Verð: Vinsamlega leggið inn á reikning Lágfótu ehf. 461014-1000 R.nr. 0133-26-10253
27.000 kr. fyrir allt … fjallganga, rúta, sund/pottur, hótel (f. einn í tveggja manna!), þriggja rétta og óvænt!
21.500 kr. allt nema fjallganga (þ.e. þú gengur annað hvort eitthvað út í bláinn … eða kemur bara á Stykkishólm;-)
27.000 kr. fyrir allt … fjallganga, rúta, sund/pottur, hótel (f. einn í tveggja manna!), þriggja rétta og óvænt!
21.500 kr. allt nema fjallganga (þ.e. þú gengur annað hvort eitthvað út í bláinn … eða kemur bara á Stykkishólm;-)
23.500 kr. allt nema rúta (þ.e. þú kemur á þínum einkabíl;-)
14.500 kr. fjallganga og kvöldmatur (bara ef þú ert síríös fjallafól 😉
Skráning hér: ath. hægt að leigja brodda og öxi og kostar ekki baun aukalega á þessum hátíðisdegi.
Ferðaáætlunin:
Nákvæm áætlun er í smíðum en er c.a. svona
17.3 ’18 kl. 8.00 – Brottför og þá er ekki aftur snúið … fyrr en rúmum sólarhring síðar
18.3 ’18 kl. 14.00 – heimkoma
Þess á milli hæfileg blanda af afslöppun og taumlausri gleði 😉
Veðurspá:
Lítur alltaf vel út … en kannski of fljótt að segja til um!
Útbúnaður í gönguferð: Vetraraðstæður á fjöllum krefjast góðs útbúnaðar.
- Hlýr fatnaður
- Jakki/úlpa til að bregða yfir sig í stoppum
- Skjólgóður – vatns og vindheldur með góðri hettu
- Húfa og önnur eða buff til vara
- Vettlingar – ullar vettlingar eru lang bestir í vetrarferðir og til öryggis vatnsheldir belgir yfir.
- Sokkar
- Skór – ekki verra að vera á stífu skónum!
- Skíðagleraugu
- broddar (hugsanlega skilin eftir í bílnum)
- ísöxi (hugsanlega skilin eftir í bílnum)
- Nesti – Ekki of mikið! … forréttur fyrir kvöldið 😉
- Heitt á brúsa eða bara fleygur til að bjóða 😉
… og svo náttúrlega sér skjóðu með sprittgallanum, dans skónum, tannburstanum og greiðunni sem þó verður skilinn eftir í langferðabifreiðinni.