Á slóðum Stekkjastaurs í norðanverðri Esju

Á slóðum Stekkjastaurs í norðanverðri Esju

Næstkomandi laugardag (12. desember) stefni ég á Sandselsfjall (522 m) þaðan á Esjuhorn (740 m) og ef aðstæður eru góðar alla leið á Seltind (686 m) sem horfir yfir Eyjadal.
Sjá leið á mynd hér. Þetta er væntanlega síðasti sjens til að hlaða rafhlöðurnar fyrir yfirvofandi jóla…

VEÐURSPÁ OG AÐSTÆÐUR:
Veðurspáin fyrir laugardaginn 12. desember er þrusugóð, logn og kalt, eða eins og þeir segja í textaspánni:

“Á laugardag:
Hæg breytileg átt og léttskýjað, en gengur í sunnan 5-10 m/s með snjómuggu S- og V-lands um kvöldið. Frost 2 til 14 stig, mest í innsveitum.”

Nokkuð hefur snjóað og ekki síður skafið á þessum slóðum og munum við því með öllu forðast snjóþungar brekkur sem gætu farið af stað.
Snjóalög hafa mikið breyst síðustu daga og því mikilvægt að fylgjast grannt með þeim eftir því sem við fikrum okkur ofar á fjallið.
Í veðráttunni undanfarna daga þar sem vindur hefur barið á fönninni verður að reikna með harðfenni og þéttum vindsköfnum snjó og því eru broddar og axir nauðsynlegur útbúnaður í þessa göngu.

SKRÁNING Í FERÐINA FYRIR KL. 12 Á FÖSTUDAG:

FERÐAÁÆTLUN:

 • 9.00 – Brottför frá N1-Ártúni
 • 10.00 – Lagt af stað frá bæjum sunnan Meðalfellsvatns
 • 16.00 – Komum í bíla í síðasta lagi
 • 16.30 – Léttgerjað jólaöl … eða kaffi og meððí á Kaffi Kjós.
 • 18-18.30 – Áætluð heimkoma til borgarinnar í síðasta lagi nema við ákveðum að stoppa þeim mun lengur.

AKSTUR:

 • 90 km (45 km hvora leið)
 • 01:20 klst. (40 mín hvora leið)
 • => 2.500 kr. bensínkostnaður sem farþegar deila.

GÖNGULEIÐIN:

 • 10-12 km
 • Hækkun c.a. 700 metrar
 • Snjór / harðfenni => broddar og öxi nauðsynleg

ÚTBÚNAÐUR OG NESTI:

 • Hlýr og skjólgóður fatnaður þ.m.t. húfa, vettlingar, utanyfirvettlingar, legghlífar og úlpa (dúnn eða fíber)
 • Bragðgott og orkuríkt nesti og heitt á brúsa.
 • Broddar og ísöxi (hægt að leigja við skráningu)

VERÐ:

 • Fjallgangan er í verðflokki 1 skv. Fjalladagskrá Útivera (ath. á næsta ári hækkar gjaldskráin)
 • 4.400 kr. fyrir Útiverur Fjallaskólans – greiðist við skráningu.
 • Verð fyrir utanaðkomandi (hjartanlega velkomnir!) 6.400 kr.
 • Verð fyrir brodda og ísöxi (1.300 kr. hvort um sig)

SKRÁNING Í FERÐINA FYRIR KL. 12 Á FÖSTUDAG:
Skráning telst aðeins gild þegar gengið hefur verið frá greiðslu á reikning Lágfótu/Fjallaskólans (kt. 461014-1000)
Reikningsnúmer: 0133-26-010253

Hlakka til að sjá ykkur á laugardaginn
Jón Gauti