BLÁR OG SVARTUR, KOLLUR OG TINDUR !
Næstkomandi laugardag (30. janúar) höldum við á tinda í nágrenni Hafnarfjalls. Nánar tiltekið á Blákoll og Svartatind upp af Ölveri og sunnan Hafnardals.
Þetta ætti að vera stutt ganga (12 km og c.a. 550 m hækkun) og ætti að skila okkur heim aftur vel fyrir myrkur.
VEÐURSPÁ OG AÐSTÆÐUR:
Veðurspáin fyrir laugardaginn 30. janúar er góð eða eins og þeir segja í textaspánni:
“Á laugardag:
Norðanátt með éljum, en léttir til sunnan heiða. Harðnandi frost. “
Ég mun fylgjast náið með spánni og snjóalögum næstu daga. Eftir hláku undanfarna daga og frosti í kortum næstu daga verður að reikna með harðfenni og þéttum vindsköfnum snjó og því eru broddar og axir nauðsynlegur útbúnaður í þessa göngu eins og nánast alltaf á veturna.
SKRÁNING Í FERÐINA FYRIR KL. 12 FÖSTUDAGINN 29. JAN:
FERÐAÁÆTLUN:
- 9.00 – Brottför frá N1-Ártúni
- 10.00 – Lagt af stað frá Ölveri
- 16.00 – Komum í bíla í síðasta lagi
- 17.00 – Áætluð heimkoma til borgarinnar í síðasta lagi nema við ákveðum að slóra!
AKSTUR:
- 120 km (60 km hvora leið)
- 01:40 klst. (50 mín hvora leið)
- => 3.000 kr. bensínkostnaður sem farþegar deila.
GÖNGULEIÐIN:
- 10-12 km
- Hækkun c.a. 550 metrar
- Snjór / harðfenni => broddar og öxi nauðsynleg
ÚTBÚNAÐUR OG NESTI:
- Hlýr og skjólgóður fatnaður þ.m.t. húfa, vettlingar, utanyfirvettlingar, legghlífar og úlpa (dúnn eða fíber)
- Bragðgott og orkuríkt nesti og heitt á brúsa.
- Broddar og ísöxi (hægt að leigja við skráningu)
VERÐ:
- Fjallgangan er í verðflokki 1 skv. Fjalladagskrá Útivera
- 4.400 kr. fyrir Útiverur Fjallaskólans – greiðist við skráningu.
- Verð fyrir utanaðkomandi (hjartanlega velkomnir!) 6.400 kr.
- Verð fyrir brodda og ísöxi (1.300 kr. hvort um sig)
SKRÁNING Í FERÐINA FYRIR KL. 12 Á FÖSTUDAG:
Skráning telst aðeins gild þegar gengið hefur verið frá greiðslu á reikning Lágfótu/Fjallaskólans (kt. 461014-1000)
Reikningsnúmer: 0133-26-010253
Hlakka til að sjá sem flesta á laugardaginn
Fjallakveðja
Jón Gauti