28. FEBRÚAR – ÍRAFELL-SKÁLAFELL-HRAFNHÓLAR

ÍRAFELL – HÁDEGISFELL – SKÁLAFELL – MÓSKARÐAHNÚKAR – ÞRÍHNÚKAR – HRAFNHÓLAR


Í Stuttu máli:

 • Laugardaginn 28. febrúar
 • Kl. 08.00 – Brottför frá N1
 • Kl. 17.30 – Koma á N1;-) í allra síðasta lagi.
 • Gengið frá Fremri Hálsi í Kjós að Hrafnhólum. Vegal.: 15,5km, hækkun: 950 m.

Brýnt er að allir (Útiverur og aðrir) sem ætla með skrái sig á meðfylgjandi skráningarsíðu og greiði fyrir með því að leggja inn á reikning Fjallaskólans (Lágfóta ehf.) í síðastalagi á hádegi föstudaginn 27. febrúar.


Hér neðar eru upplýsingar um

verð – skráningu – ferðaáætlun – aksturslýsing – veðurspá og aðstæður – uppl. um útbúnað – samkeyrslu – upplýsingar um leiðina – kort.


 Verð:

Verðflokkur 1. skv. fjalladagskrá Útivera

 • 4.400 kr. fyrir Útiverur Fjallaskólans
 • 6.900 kr. fyrir utanaðkomandi

Skráning í ferðina:

Mikilvægt er að allir sem ætla í ferðina skrái sig hér fyrir hádegi föstudaginn 27. febrúar og greiði staðfestingargjöld með því að leggja inn á reikning Fjallaskólans (Lágfóta ehf).

Skráning telst aðeins gild þegar greitt hefur verið að fullu fyrir ferðina.

 • Reikningsnúmer: 0133 – 26 – 010253
 • Kennitala: 461014-1000

Vinsamlega setjið nafn ykkar/þátttakanda í skýringartexta.

Ferðaáætlun:

 • Brottför: kl. 08.00 frá N1-Ártúni (sjá aksturslýsingu neðar)
 • Heildarvegalengd: 15,5 km
 • Hækkun: um 950 m
 • Áætlaður göngutími:  7,5 klst.
 • Aksturstími (fram og til baka): 1:25 mín
 • Áætluð heimkoma: 17.30 í síðasta lagi

Aksturslýsing:

Ekið eftir Þingvallavegi og beygt til norðurs við Laxnes áleiðis að Hrafnhólum.
Þar eru skildir eftir nokkrir bílar en síðan haldið áfram eftir Þingvallavegi að afleggjara á Kjósarvegi (48).
Ekið sem leið liggur að Fremri Hálsi í Kjós (c.a. 8 km)

Veðurspá og aðstæður:

Veðurspá fyrir laugardaginn er góð.
Nú fjórum dögum áður er allt útlit fyrir hæga austlæga vinda og ofurlitla úrkomu og lítið frost.
Og það sem betra er … á morgun reikna ég með því að viðkvæm snjálög blotni og styrkist þegar frá líður sem hentar Útiverum vel 😉
Ég mun fylgjast vel með veðurspá fram að brottför og tilkynna um breytingar á plönum ef ástæða er til.

Nauðsynlegur útbúnaður þátttakenda:

 • Góðir skór, gott að vera með stífan sóla.
 • Hlýr og vindheldur fatnaður þ.m.t. húfa og vettlingar.
 • Að auki hlý úlpa/peysa til að bregða yfir sig í stoppum
 • Ísöxi – hægt að leigja við skráningu
 • Broddar – hægt að leigja við skráningu
 • Gott nesti og heitt á brúsa
 • Legghlífar
 • Skíðagleraugu

Sameinum Útiverur í bíla:

Kl. 8.00 – Brottför frá N1 – Ártúni – þar sem við sameinumst í bíla.

Farþegar deila eldsneytiskostnaði 3.000 kr. á milli sín.

Leiga á útbúnaði:

Ísöxi og broddar eru skylda í ferðinni.
Hægt er að leigja hvoru tveggja um leið og þú skráir þig hér
Endilega hafið samband við undirritaðann ef óskað er ráðlegginga um kaup á útbúnaði.

Um leiðina:

Fyrirhuguð leið liggur upp á Írafell frá bænum Fremri Hálsi í Kjós. Þaðan er gengið á Hádegisfjall (stundum nefnt Skálafellsháls) og þaðan á Skálafell.
Á Skálafelli er ætlunin að matast eitthvað og njóta útsýnis en þaðan er stefnan að halda niður í Svínaskarð og upp á Móskarðahnúkinn austasta.
Ef við einhvern tíma komumst niður af honum (vegna útsýnis!) verður haldið niður óhefðbundna leið með stefnu á Tröllafoss í Leirvogsá. Á leiðinni förum við yfir Skarðsá og Haukafjöll en endum við Hrafnhóla þar sem fákarnir bíða okkar.

Athugið að vegna breytilegra og stundum varasamra aðstæðna að vetrarlagi getur verið nauðsynlegt að breyta út af ferðaáætluninni (taka upp varaferðaáætlunina) til að tryggja öryggi farþega.

Írafell-Hrafnhólar 28.2'15

 

 

Mynd af fyrirhugaðri gönguleið (13.3 km)

 

 

 

 

Hlakka til að sjá ykkur tímanlega fyrir brottför kl. 8.00 á N1-Ártúni næstkomandi laugardag

Fjallakveðja
Jón Gauti

t. jongauti@fjallaskolinn.is
s. 7877090
w. www.fjallaskolinn.is