18. apríl – Vestur- og Norðursúla ásamt Hvalfelli úr Brynjudal

Brynjudalur-Vestursúla-Háasúla-Hvalfell-Brynjudalur

Þegar ég lít til baka yfir fjallgönguferilinn með Fjallafólki og Útiverum síðastliðin fimm ár þá standa eðlilega nokkrar ferðir upp úr. Ein sú eftirmynnilegasta var ferð á Vestursúlu úr Botnssdal. Því miður finn ég engar myndir úr þeirri ferð … kannski ef ég gref dýpra … og því langar mig að biðja þau ykkar sem hugsanlega eigið einhverjar myndir að deila þeim í fésbókarhópi ÚTIVERUR FJALLASKÓLANS. Og af því að nú er komin apríl þá er þetta síðasta stóra gangan áður en við förum á Sveinstind/Hrútsfjall í maí og því kannski ekki seinna vænna að ná einhverjum kílómetrum í beinin.

Í Stuttu máli:

 • Laugardaginn 18. apríl
 • Kl. 8.00 – Brottför frá N1 – Ártúni
 • Kl. 9.15 – Gengið af stað
 • Kl. 17.30 – Komum aftur í bíla
 • Kl. 18.30 – Áætluð koma á N1 – Ártúni

Brýnt er að allir (Útiverur og aðrir) sem ætla með, skrái sig á meðfylgjandi skráningarsíðu og greiði fyrir með því að leggja inn á reikning Fjallaskólans (Lágfóta ehf.) í síðastalagi á hádegi fimmtudaginn 16. mars.


verð – skráning – ferðaáætlun –  samkeyrsla – veðurspá –  útbúnaður og leiga – um leiðina og kort


 Verð:

 • 6.400 kr. fyrir Útiverur Fjallaskólans
 • 8.900 kr. fyrir utanaðkomandi

Skráning í ferðina:

Mikilvægt er að allir sem ætla í ferðina skrái sig hér fyrir hádegi fimmtudaginn 16. apríl og greiði staðfestingargjöld með því að leggja inn á reikning Fjallaskólans (Lágfóta ehf).

Skráning telst aðeins gild þegar greitt hefur verið að fullu fyrir ferðina.

 • Reikningsnúmer: 0133 – 26 – 010253 
 • Kennitala: 461014-1000

Vinsamlega setjið nafn ykkar/þátttakanda í skýringartexta við millifærslu í heimabanka.

Ferðaáætlun:

 • Brottför: kl. 8.00 frá N1 – Ártúni … þar sem lagt er á Þverfellshorn
 • Heildarvegalengd: 17 km
 • Hækkun: um 1400-1500 m
 • Áætlaður göngutími:  8 klst.
 • Áætlað að koma til baka til R.víkur kl: 18.30

Akstur og samkeyrsla:

Forsendur: 120 km (60 hvora leið), eyðsla: 12L/100 km, Verð á lítra: 215 kr./L

Mæli með að farþegar deili 3.300 kr. bensínkostnaði.

Veðurspá og aðstæður:

 • Núverandi textaspá hljómar svo: “Suðvestanátt og él, en léttskýjað A-lands. Hiti um frostmark.
 • Mun liggja yfir spánni fram að brottför og uppfæra hér.

Nauðsynlegur útbúnaður þátttakenda:

 • Góðir skór, gott að vera með stífan sóla.
 • Hlýr og vindheldur fatnaður þ.m.t. húfa og vettlingar (+aukapar!)
 • Að auki hlý úlpa/peysa til að bregða yfir sig í stoppum.
 • Ísöxi – hægt að leigja við skráningu.
 • Broddar – hægt að leigja við skráningu.
 • Gott orkuríkt nesti og heitt á brúsa.
 • Legghlífar eða góður frágangur á skálmum buxa.
 • Skíðagleraugu.

Leiga á útbúnaði:

Allir þátttakendur verða að hafa ísöxi og brodda.
Hægt er að leigja hvoru tveggja um leið og þú skráir þig
Hafið samband við undirritaðann ef óskað er ráðlegginga um kaup á útbúnaði.

Um leiðina:

Fyrirhuguð gönguleið hefst þar sem áður stóð Hrísakot innsti bær í Brynjudal. Í texta nokkrum stendur: “Hafsteinn Lúthersson, nú 92 ára, bjó síðast í Hrísakoti, eða til ársins 1975.” Annars staðar í sama texta er talað um að Hrísakot hafi farið í eyði 1964! Þetta þarfa Útiverur að rannsaka nánar! Þaðan höldum við upp Sandhrygg sem ber okkur yfir Leggjarbrjót og á Vestursúlu sem gnæfir þarna yfir okkur (brattasti hluti leiðarinnar). Vestursúla er hryggur sem liggur frá vestri til austurs og honum fylgjum við upp á hæsta punkt og tökum mynd af hópnum. Þaðan höldum við niður í Hvalskarð, væntanlega með stuttri viðkomu á Norðursúlu (nýnefni). Úr Hvalskarði höldum við aftur á brattann og göngum á Hvalfell (nema náttúrlega okkur lítist ekkert á það) Þannig náum við aftur úr okkur hrollinum sem fór að hríslast um okkur á niðurleiðinni. Síðan höldum við vestur af Hvalfelli, yfir Hrísháls og aftur að Hrísakoti innst í Brynjudal.

Athugið að vegna breytilegra og stundum varasamra aðstæðna að vetrarlagi getur verið nauðsynlegt að breyta út af ferðaáætluninni (taka upp varaferðaáætlunina) til að tryggja öryggi farþega.

Mynd af Hvalfelli og Hvalvatni tekin úr Botnssúlum

Hlakka til að sjá ykkur tímanlega fyrir brottför kl. 8.00 á N1-Ártúni hvar við leggjum af stað laugardaginn 18. apríl

Fjallakveðja
Jón Gauti

t. jongauti@fjallaskolinn.is
s. 7877090
w. www.fjallaskolinn.is

Vestursúla og Hvalfell