Skyrtunna og Svartafjall við rætur Snæfellsnes

“Það er komin sautjándi júní” … eða næstum.
Svonefnd þrífjöll standa austan ljósufjalla og norðan Hafursfell og setja sterkan svip fjalllendi Snæfellsnes upp af Haffjarðará.
Ætlunin er að hefja göngu frá bænum Svarfhóli vestan Hafursfells og ganga á Skyrtunnu og Svartafjall en koma svo niður austan Hafursfell við bæinn Dalsmynni. 
Leiðin í heild er um 17 km og hækkun um 1000 metrar. Þetta er því drjúgur dagur og gott að taka hann snemma … sjá meðfylgjandi ferðaáætlun.

Ferðaáætlun:

17. júní
Kl. 7.00 – Brottför frá N1 Ártúni (Akstur c.a. 1:45 mín frá R.vík)
Kl. 17.30 – Komum í bíl 
Kl. 19.30 – Komum til borgarinnar nema okkur detti í hug að fá okkur að borða á leiðinni í bæinn

Skráning í ferðina er hér
Opið fyrir skráningu til kl. 15 á morgun föstudag (lágmarksfjöldi 8)

Veður og aðstæður:

Vindur: Suðlæg eða breytileg átt 5-8 m/s, Hitastig 8-13°C og mögulega einhver úrkomuvottur. 

Útbúnaður:

  • Hefðbundinn fatnaður og útbúnaður fyrir dag á fjöllum
  • Nesti fyrir daginn og eitthvað gott að bjóða😜

Akstur:

Sameinumst í bíla á N1 – Þetta er dagur fólksbílanna 😉
Heildarfjöldi km fram og til baka: 270 => 6000 kr. sem farþegar skipta á milli sín.