Ferðalög á tveimur jafn fljótum um íslensk fjöll og heiðar hafa aukist mikið á undanförnum árum.
Innan fyrirtækja, stofnana, vinahópa og fjölskyldna eru starfræktir gönguhópar sem efla tengsl fólks og samstöðu.
Ég bíð upp á …:
- … hvetjandi fyrirlestra
- … ráðgjöf um fjöll og leiði
- … leiðsögn á alvarlegri fjöll að sumri og vetri
- … uppsetningu fjalladagskrár
fyrir fjölskyldur, vina- og starfsmannahópa.
Fjalladagskrá, sem mótuð hefur verið í stein og allir í hópnum samþykkja, getur hentað til að takast á við stærri sameiginleg markmið, eins og að ganga á Eyjafjallajökul, Hvannadalshnúk eða fara í langa sumarútilegu með allt á bakinu.
Dæmi:
Innifalið: Skipulag og undirbúningur ferðar, ráðleggingar um fatnað og útbúnað og/eða leiðsögn.
Ekki innifalið: Ferðakostnaður til og frá upphafsstað, matar- og gistikostnaður í lengri ferðum.
Sértilboð í stærri hópa s.s. fyrirtæki og stofnanir
Tek einnig að mér leiðsögn hópa á erlendri grundu.