Öryggismál og tryggingar

Í ferðum og á námskeiðum Fjallaskólans er örygg þátttakenda í fyrirrúmi. Þrátt fyrir oft á tíðum metnaðarfull ferðaplön er lokamark hverrar ferðar aðeins eitt, … að koma heil heim. Í undantekningatilfellum getur því þurft að breyta ferðaáætlun og jafnvel að aflýsa ferð með öllu. Leiðbeinendur og leiðsögufólk Fjallaskólans hefur sérþekkingu og áralanga reynslu af leiðsögn.

Jafnvel þótt ýtrasta öryggis sé gætt í ferðum og á námskeiðum Fjallaskólans fylgir þátttöku óhjákvæmilega einhver áhætta. Rétt er að benda á að þátttakendur í ferðum og á námskeiðum Fjallaskólans eru ekki tryggðir fyrir sjúkrakostnaði eða öðrum afleiðingum slysa. Einnig er rétt að benda á að í almennum frístundatryggingum er ekki tryggt fyrir áhættusamri iðju eins og fjallaklifri og snjóflóðum. Flest tryggingafélög bjóða þó upp á að sérstakri áættu sé bætt við persóntryggingar (sérsamdir skilmálar).
Þátttakendur í ferðum og á námskeiðum Fjallaskólans eru hvattir til að leita sér upplýsinga hjá tryggingafélögum og eftir atvikum að kaupa viðeigandi tryggingar.

Fyrir allar fjallgöngur í vetraraðstæðum er æskilegt að Útiverur hafi lokið námskeiðinu Grunnatriði vetrarfjallamennsku sem jafnan er haldið í janúar / febrúar ár hvert.

Sjúkdómar og sérþarfir: 

Þátttakendur í ferðum og námskeiðum Fjallaskólans eru hvattir til að láta leiðsögumann sinn vita af undirliggjandi sjúkdómum, ofnæmi eða öðrum vandamálum.
Ef spurningar vakna er best að hafa samband við Jón Gauta í síma 787 7090 og ráðfæra sig.