Narfeyrarstofa 17. mars ’18

Fordrykkur fjallafara – Óvissuferð í glasi!

Forréttur plankastrekkjarans

Ekki aðeins reykt heldur einnig grafið kjöt veturgamallrar ærar, staðverkað og bragðaukið með límónu, svörtum piparkornum og hörðum osti kenndum við ítölsku borgirnar Parma og Reggio-Emilia.

Aðalréttur aðframkomina 

a.) Hægeldað innralæri lambs (Ovis aries) borið fram með 

sætu jarðepplamauki, blaðgrænulausum og ófrumbjarga sýkli (aka sveppum) og smjörfríteruðum kartöflum 

eða…

b.) Grillaður lax (Salmo salar), ýkt með teriyaki en borið fram með grautarlegri stöppu sellerí rótar og ýmiskonar grófskornu rótargrænmeti.

Eftirréttur eftirlátssamra (við öll!)

Spónarmatur unnin úr undanrennu sem hefur verið flóuð og hleypt með sérstökum gerlum og hleypi sem hvata borin fram með ostakremi úr ítalskættuðum mascarpone ásamt ferskum berjum og mauki eins … hindberja