Leiðbeinandi reglur Ferðamálastofu

Á vef Ferðamálastofu má finna leiðbeinandi reglur um öryggismál fyrir ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á afþreyingarferðir. Þar er þekking og reynsla starfsmanna sögð forgangsmál:

“Í ljósi áherslu ferðaþjónustufyrirtækjanna á mikilvægi þekkingar og reynslu starfsmanna, ákvað starfshópurinn að leggja áherslu á þau mál. Lagt er til að starfsmenn sem leiðsegja í ferðum skuli hafa ákveðna þekkingu og reynslu og hafi lokið nánar tilgreindum námskeiðum. Reglurnar taka einnig mið af kröfum nýstofnaðs Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi hvað varðar gönguferðir á skriðjöklum, gönguferðir á jöklum og erfiðu fjalllendi og skíðaferðir utan troðinna slóða. Enn fremur er lagt til að ferðaþjónustuaðilar geri öryggisáætlanir, sem fela í sér áhættumat, verklagsreglur, viðbragðsáætlun og atvikaskýrslu.”

Það þykir óumdeilanlegt að fyrr en síðar verði þessar leiðbeinandi reglur settar í lög þar sem gerð er krafa um menntun og reynslu allra leiðsögumanna á jöklum og í fjalllendi Íslands.