Um Fjallaskólann

Fjallaskólinn var stofnaður árið 2014 af Jóni Gauta Jónssyni.
Heillaðist ungur af slæmu veðri. Fiktaði við klifur og vetrarfjallamennsku á unglingsárum. Gekk í íslenska Alpaklúbbinn og síðar Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík. Þvældist mikið með Flugbjörgunarsveitinni en ekki síður á eigin vegum bæði í fjallamennsku, á skíðum og við ís- og klettaklifur. Sótti landvarðanámskeið 1990 og vann í framhaldinu tvö sumur við landvörslu að Fjallabaki. Þá kviknaði áhugi á fjallgöngum og ferðalögum að sumarlagi!

Ég er einlægur aðdáandi íslenskrar náttúru og tel að besta nýting hennar felist í vernd hennar. Ég er ennfremur þeirrar skoðunar að illgerlegt sé að sannfæra fólk um gildi náttúruverndar ef það fær ekki tækifæri til að njóta hennar á eigin skinni. Að þessu sögðu má ljóst vera að ég er ekki í minnsta vafa um að fólk sem fengið hefur að kynnast náttúrunni á ferð um hana á tveimur jafn fljótum muni skilja mikilvægi þess að ganga vel um hana og af virðingu.

Menntun, reynsla og þekking:
Þrátt fyrir margvíslegan og ólíkan bakgrunn fararstjóra/leiðsögumanna sem starfa á vegum Fjallaskólans eiga þeir það  sameiginlegt að brenna fyrir starfið.
Námskeið/menntun sem æskilegt er að fararstjórar í fjallgöngum að vetrarlagi hafi:

  • Wildernes First Responder (WFR) – Skyndihjálp í óbyggðum 10 dagar
  • Avalanche Level 1 – 8 daga grunnnámskeið í mati á snjóflóðahættu