Fjallaþrek í Öskjuhlíð

Fjallaþrekæfingar í Öskjuhlíð

  • Fjallaþrek er fyrir þá sem vilja halda sér í fjallaformi allt árið
  • Fjallaþrekæfingar fara fram utandyra (í Öskjuhlíð) í jákvæðum og hvetjandi félagsskap
  • Æfingarnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar og reyna jafnt á vöðvaþrek, -styrk og jafnvægi

Æfingatímar veturinn 2016-17: 

  • Morgunþrekæfingar mánudaga kl. 06.30 – 07.10 (tímabil: september – apríl) alls 32 skipti – Bílastæðið Nauthólsvík
  • Fjallaþrekæfingar þriðjudaga frá kl. 17.30 – 19.00 (nóvember – febrúar) alls 18 skipti – Andyri Perlunnar Öskjuhlíð
  • Fjallaþrekæfingar fimmtudaga kl. 17.30 – 19.00 (september – apríl)  alls 31 skipti – Andyri Perlunnar Öskjuhlíð

Hóptímar 

Æfingar hefjast á röskri upphitun en síðan taka við styrktar- og þrekæfingar og í lok hvers tíma er endað á léttum teygjum.
Á Fjallaþrekæfingum uppsker hver sem hann sáir.


Skráning og greiðsla

Ef þú smellir á blá-ljómuðu tenglana hér neðar færist þú yfir á örugga greiðslugátt Kortaþjónustunnarkortahnappurinn.
Einnig má greiða með millifærslu (Lágfóta ehf. kt. 461014-1000) reikningsnr.: 0133 – 26 – 010253


Fatnaður og skór

27.1.2015 (26)

Val á skóm og fatnaði fer eftir veðri og aðstæðum. Almennt gildir að vera í léttum skóm t.d. hlaupaskóm með grófum sóla eða mjúkum gönguskóm.

Ef líkur er á hálku eða snjó er gott að taka með hálkuvarnir s.s. keðjur eða létta teygjubrodda. Ef snjór er umtalsverður geta lágar legghlífar og Gore-tex skór hugsanlega haldið manni þurrum á fótunum.

Oftast dugar hefðbundinn skokkgalli en ef kalt er og vindasamt getur þurft að klæðast aðeins betur með húfu og hanska/vettlinga.
Alla jafna er gott að hafa höfuðljós á æfingum sem og ef haldið verður til fjalla.
Heppileg höfuðljós hafa að lágmarki 100 lumens ljósstyrk.

Athugið að ef veðurspá og aðstæður til fjalla eru sérstaklega góðar verður e.t.v. haldið á fjall en mest einu sinni í mánuði og verða þá allir skráðir látnir vita í facebook hópnum og með t.pósti í tíma.

Nánari upplýsingar gefur Jón Gauti í síma: 787-7090 eða með tölvupósti: jongauti@fjallaskolinn.is
Margir vinnuveitendur og stéttarfélög greiða niður kostnað vegna líkamsræktar sem þessarar gegn framvísun kvittunar.