Fjallaskólinn

Stofnaður 2014

Markmið:

 

Hætta og áhætta (Hazard / Risk):

Ákveðin áhætta er órjúfanlegur hluti íslenskrar náttúru. Leiðbeinendur Fjallaskólans eru meðvitaðir um að útivist að vetri og ferðalög í brattlendi fela í sér tiltekna hættu á slysum og jafnvel dauða.
Þátttakendur á námskeiðum Fjallaskólans eru upplýstir um þekkta áhættuþætti hverju sinni svo þeir geti tekið upplýsta afstöðu til þátttöku sinnar í ferðum / námskeiðunum Fjallaskólans.

Öryggismál og tryggingar:

Í öllum ferðum og á námskeiðum Fjallaskólans er örygg þátttakenda í fyrirrúmi. Þrátt fyrir oft á tíðum metnaðarfulla dagskrá er lokamarkið aðeins eitt, … að koma heil heim.
Þegar aðstæður hvers konar gefa tilefni til getur fjallaleiðsögumaður / leiðbeinandi því þurft að breyta áætlun og jafnvel að aflýsa námskeiði / ferð með öllu.

Jafnvel þótt ýtrasta öryggis sé gætt í ferðum og á námskeiðum Fjallaskólans fylgir þátttöku óhjákvæmilega einhver áhætta. Rétt er að benda á að þátttakendur í ferðum og á námskeiðum Fjallaskólans eru ekki tryggðir fyrir sjúkrakostnaði eða öðrum afleiðingum slysa. Einnig er rétt að benda á að í almennum frístundatryggingum er ekki tryggt fyrir áhættusamri iðju eins og fjallaklifri og snjóflóðum. Flest tryggingafélög bjóða þó upp á að sérstakri áættu sé bætt við persóntryggingar (sérsamdir skilmálar).
Þátttakendur í ferðum og á námskeiðum Fjallaskólans eru hvattir til að leita sér upplýsinga hjá tryggingafélögum og eftir atvikum að gera ráðstafanir.

Sjúkdómar og sérþarfir: 

Þátttakendur á námskeiðum Fjallaskólans eru hvattir til að láta leiðbeinanda sinn vita af undirliggjandi sjúkdómum, ofnæmi eða öðrum vandamálum.
Ef spurningar vakna er best að hafa samband við Jón Gauta í síma 787 7090 og ráðfæra sig.