Vetrarfjallamennska – Dagsnámskeið fyrir fjallgöngufólk

Fjallgöngur að vetrarlagi opna spennandi heim!
Á dagsnámskeiði í vetrarfjallamennsku lærir þú mikilvæg grunnatriði fjallgangna við vetraraðstæður. 

Smeltu hér til að sjá myndir frá fyrri námskeiðum


 Þú lærir meðal annars:

 • um öruggt leiðaval í fjalllendi m.t.t. veðurs og snjósöfnunar
 • um jafnvægi, orkusparnað og sporagerð með og án ísaxar
 • að stöðva fall með og án ísaxar
 • rétta notkun ísaxar í brattlendi þ.m.t. ísaxarbremsu frá öllum hliðum!
 • góða broddatækni sem nýtist við ólíkar aðstæður
 • um styrkleika snævar og hvernig nýta má hann í brattlendi
 • um virkni snjóflóðaýla og fyrstu viðbrögð við snjóflóðum

 Fyrirkomulag

Tölvupóstur með nánari upplýsingum um framkvæmd og fyrirkomulag námskeiðsins verður sendur til skráðra þátttakenda fyrir upphaf námskeiðsins.
Eftir skráningu fá nemendur senda ferðaáætlun með helstu upplýsingum. Athugið að þar sem við munum renna okkur í snjónum (eins og börn;-) þá er hætt við því að dýr og vandaður, vatnsheldur útivistarfatnaður geti látið á sjá. Því er e.t.v. skynsalegri og betri kostur að finna til eldri galla.

Persónulegur útbúnaður:

 • viðeigandi fatnaður og skór (helst hálfstífir eða stífir, mjúkir duga)
 • mannbroddar sem passa á skóna (innifalið í verði)
 • ísöxi fyrir fjallamennsku (innifalin í verði
 • hjálmur (reiðhjólahjálmur dugar í þetta)

Hafðu samband (jongauti@fjallaskolinn.is) ef spurningar vakna.


Tímarammi:

Kl. 09.00 Brottför frá N1-Ártúni (Ártúnsbrekku)

Kl. 17.00 Heimkoma


Verð og skráning:

5.900 kr. fyrir þá sem greiða áskriftargjald í Fjallaskólann (Útiverur eða Fjallaþrek)
10.900
 kr. fyrir utanaðkomandi

Lágmark/hámark: 6/12 þátttakendur á hvern leiðbeinanda.

Skráning: 
Smelltu hér til að skrá þig